Gunnar H. Sigurðsson, framkvæmdastjóri Sementsverksmiðjunnar hf., sendi Viðskiptaráði Íslands meðfylgjandi bréf vegna fréttar ráðsins undir heitinu "Virk samkeppni grundvöllur endurreisnar":
Vegna þessa var meðfylgjandi bréf sent til Sementsverksmiðjunnar fyrir hönd ráðsins:
Um leið er ástæða til að ítreka að það var ekki markmið ráðsins að taka afstöðu gegn einstökum fyrirtækjum heldur eingöngu að benda á þann misskilning sem gætt hefur í orðræðu ráðamanna og fulltrúa launafólks í tengslum við málið. Málflutningur af þessu tagi, þ.e. að stjórnvöld eigi að beita sér fyrir eflingu innlends iðnaðar með skerðingu á viðskiptafrelsi, gengur þvert á grundvallarviðmið ráðsins og því var talin ástæða til að beina skilaboðum fréttarinnar til viðkomandi aðila.
Bjarni Ó. Halldórsson, framkvæmdastjóri Aalborg Portland, sendi Viðskiptaráði meðfylgjandi bréf vegna málsins:
Bréf Aalborg Portland
Að svo búnu mun samskiptum milli aðila málsins og annað það er varðar ágreining þeirra ekki vera komið á framfæri á vettvangi Viðskiptaráðs.