Stjórnvöld hafa nú kynnt ákvörðun sína um leiðir til aukinnar tekjuöflunar ríkissjóðs.
Jákvæðu tíðindin við útfærsluna sem kynnt var í gær felast í þeirri staðreynd að heildaraukning skattheimtu er minni en upphaflega var gert ráð fyrir. Samanlagðar tekjur af almennum tekjuskatti einstaklinga og fjármagnstekjur eru þannig áætlaðar 117 ma.kr. í stað upphaflegra áætlunar um 143 ma.kr. skattheimtu. Einnig hafa áætlanir um auðlinda- og orkuskatt verið endurskoðaðar til lækkunar.
Þrátt fyrir þetta er fyrirliggjandi endurskoðun skattkerfisins til mikils vansa og ljóst er að verulega mun draga úr samkeppnishæfni þess og skilvirkni. Viðskiptaráð hefur lagt áherslu á að sjálfbærni í ríkisfjármálum náist fyrst og fremst með aukinni skilvirkni og aðhaldi í ríkisrekstri, minni þjóðhagslegri sóun vegna ríkisumsvifa og breikkun þeirra skattstofna sem treyst hefur verið á.
Helstu athugasemdir Viðskiptaráðs við skattaleiðir stjórnvalda eru eftirfarandi:
Eins og sjá má hefði mátt vanda betur til verks og ljóst er að breytt skattaumhverfi mun draga úr samkeppnishæfni Íslands í alþjóðlegu samhengi. Í kjölfar efnahagsþrenginga líkt og nú standa yfir er veruleg hætta á varanlegum fólks- og fjármagnsflótta og breytingar af þessu tagi eru til þess fallnar að ýta frekar undir slíka þróun.
Hagfellt skattkerfi er einn helsti grundvöllur þess að bati hagkerfisins verði sem skjótastur. Í stað þess að reyna að taka sem stærsta sneið af kökunni ættu stjórnvöld þess í stað að einbeita sér að því að næra og byggja upp hagkerfið til að kakan geti stækkað sem fyrst á nýjan leik. Með því má verja störf, almenn lífskjör og sjálfbærni hagkerfisins til lengri tíma.
Tengiliðir við fjölmiðla:
Finnur Oddsson
finnur@vi.is
s. 510-7100
Frosti Ólafsson
frosti@vi.is
s. 822 8580