Nú í morgun héldu Félag íslenskra stórkaupmanna og VR áhugavert málþing þar sem fjallað var um skattamál og breytta neysluhegðun í kjölfar efnahagssamdráttar. Á fundinum var m.a. kynnt ný könnun á viðhorfi almennings til skattkerfisbreytinga og áhrif þeirra á neyslu.
Viðskiptaráð fagnar allri umræðu um skattamál og hvetur stjórnvöld til virkari þátttöku á því sviði. Stefnt er að umfangsmikilli breytingu á íslensku skattkerfi nú um áramótin án þess að nokkur umræða eða samráð við hagsmunaaðila hafi átt sér stað og er það miður. Margt sem kom fram á fundinum nú í morgun á mikið erindi í umræður á Alþingi um breytingar á skattalögum.
Frekar umfjöllun og glærur fundarins má nálgast
hér.
Viðskiptaráðaráð hyggst gefa út skýrslu um fjármál hins opinbera á allra næsta dögum þar sem lagðar verða fram tillögur um hagkvæmari aðlögun í ríkisfjármálum en nú standa fyrir dyrum.