Fimmtudaginn 29. september, stendur Viðskiptaráð, ásamt Félagi viðskiptafræðinga og hagfræðinga (FVH), fyrir morgunverðarfundi kl. 8.30-10.00 á Grand Hótel Reykjavík um íslenska skattkerfið.
Kynntar verða nýjar tillögur verkefnisstjórnar um breytingar og umbætur á skattkerfinu og fulltrúar helstu stjórnmálaflokka segja frá afstöðu sinni til mögulegra breytinga.
Daði Már Kristófersson, formaður verkefnisstjórnar um breytingar og umbætur á skattkerfinu, mun kynna tillögur hennar sem birtar voru á dögunum.
Í framhaldinu munu fulltrúar þeirra stjórnmálaflokka sem sæti hafa á alþingi eða mælast yfir 5% í skoðanakönnunum taka þátt í pallborðsumræðum um sýn þeirra á skattkerfið og mögulegar breytingar eftir kosningar:
Þátttökugjald er 2.900 kr. fyrir félaga í Viðskiptaráði eða FVH en 4.900 kr. fyrir aðra. Morgunverður er innifalinn í verði fundarins.
Skráning fer fram á vef FVH