Morgunverðarfundur: Vel smurð vél eða víraflækja?

Fimmtudaginn 29. september, stendur Viðskiptaráð, ásamt Félagi viðskiptafræðinga og hagfræðinga (FVH), fyrir morgunverðarfundi kl. 8.30-10.00 á Grand Hótel Reykjavík um íslenska skattkerfið.

Kynntar verða nýjar tillögur verkefnisstjórnar um breytingar og umbætur á skattkerfinu og fulltrúar helstu stjórnmálaflokka segja frá afstöðu sinni til mögulegra breytinga.

Daði Már Kristófersson, formaður verkefnisstjórnar um breytingar og umbætur á skattkerfinu, mun kynna tillögur hennar sem birtar voru á dögunum.

Í framhaldinu munu fulltrúar þeirra stjórnmálaflokka sem sæti hafa á alþingi eða mælast yfir 5% í skoðanakönnunum taka þátt í pallborðsumræðum um sýn þeirra á skattkerfið og mögulegar breytingar eftir kosningar:

  • Bjarni Benediktsson frá Sjálfstæðisflokki
  • Katrín Jakobsdóttir frá Vinsti grænum
  • Oddný G. Harðardóttir frá Samfylkingu
  • Óttarr Proppé frá Bjartri framtíð
  • Sigurður Ingi Jóhannsson frá Framsóknarflokki
  • Smári McCarthy frá Pírötum
  • Þorsteinn Víglundsson frá Viðreisn

Þátttökugjald er 2.900 kr. fyrir félaga í Viðskiptaráði eða FVH en 4.900 kr. fyrir aðra. Morgunverður er innifalinn í verði fundarins.

Skráning fer fram á vef FVH

Tengt efni

Umsögn um tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi aðgerðir til eflingar þekkingarsamfélagi

Umsögn Viðskiptaráðs um tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi aðgerðir til ...

Umsögn um valkosti og greiningu á vindorku

Umsögn Viðskiptaráðs um valkosti og greiningu á vindorku - skýrslu starfshóps, ...

Nauðsynlegt er að tryggja samkeppnishæfan vinnumarkað

Umsögn Viðskiptaráðs um frumvarp til laga um breytingu á lögum um ...
15. mar 2023