Í gær hélt endurskoðunarfyrirtækið Deloitte opinn upplýsingafund í tilefni af nýju skattafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Þar kynntu lögfræðingar og endurskoðendur hjá fyrirtækinu helstu breytingar sem frumvarpið mun hafa á íslenska skattkerfið. Í máli þeirra kom m.a. fram að samkvæmt frumvarpinu verður arðsúthlutun skattlögð sem laun, en gott dæmi má finna um það í glærum frá fundinum.
Ljóst þykir að frumvarpið sem um ræðir mun breyta skattumhverfi íslenskra fyrirtækja til muna. Fundurinn gaf góða yfirsýn yfir þau áhrif sem breytingarnar munu hafa á fyrirtæki og fjölskyldur. Viðskiptaráð fagnar opinni og heiðarlegri umræðu um þessar breytingar. Á sama tíma harmar Viðskiptaráð að Alþingi hafi ekki meira samráð við hagsmunaaðila þegar um jafn veigamiklar breytingar á skattkerfinu er að ræða.
Glærur frá fundinum má nálgast hér.