Viðskiptaráð Íslands

Viðskiptaþing 2010: 40% í samkeppni við hið opinbera

40% forsvarsmanna fyrirtækja í íslensku atvinnulífi telja opinberar stofnanir eða fyrirtæki í opinberum rekstri vera í samkeppni við sitt fyrirtæki. Þá telja 51% fyrirtækja í þjónustu sig vera í samkeppni við hið opinbera, 49% fyrirtækja í verslun og 58% fyrirtækja í byggingar- eða verktakastarfsemi.

Þetta kemur fram í könnun um rekstrarumhverfi fyrirtækja á Íslandi sem Capacent Gallup framkvæmdi fyrir Viðskiptaráð, en henni lauk 3. febrúar síðastliðinn. Niðurstöður könnunarinnar verða birtar og útfærðar nánar í skýrslu um efnið sem kemur út samhliða Viðskiptaþingi, sem haldið verður þann 17. febrúar næstkomandi á Hilton Reykjavík Nordica.

Meðal annara áhugaverðra niðurstaðna könnunarinnar er að 39% fyrirtækja, sem eru í miklum alþjóðlegum viðskiptum, telja sig vera í samkeppni við hið opinbera. Þessar niðurstöður vekja óneitanlega upp spurningar varðandi umfang þjónustuframboðs hins opinbera og hvort verkaskipting ríkis og einkaaðila sé eins og best verður á kosið.

Nánari upplýsingar um Viðskiptaþing 2010 má nálgast hér. 

Skráning er hafin hér

Tengt efni

Björn og Andri í stjórn og háskólaráð HR

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar Háskólans í Reykjavík fór fram föstudaginn 6. …
13. september 2024

Átján fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum hljóta viðurkenningu

Átján fyrirtæki hlutu viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti og um leið …
26. ágúst 2024

Sumaropnun og nýjar verðskrár

Opnunartími skrifstofu Viðskiptaráðs verður styttri frá 22. júlí til 5. ágúst, …
12. júlí 2024