Viðskiptaráð Íslands

Fundur um niðurstöður úttektar IMD um samkeppnishæfni Íslands

VÍB og Viðskiptaráð Íslands boða til fundar, fimmtudaginn 22. maí kl. 9-10.30, þar sem niðurstöður úttektar IMD um samkeppnishæfni Íslands í alþjóðlegum samanburði verða kynntar og ræddar. Fundurinn fer fram í salnum Flóa á 1. hæð í Hörpu. Hægt verður að tísta á meðan fundinum stendur og er auðkenni fundarins #VIBsamkeppni.

Dagskrá:
Opnunarerindi: Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra
Niðurstaða úttektar IMD: Björn Brynjúlfur Björnsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs
Um samkeppnishæfni Íslands: Hrafn Árnason, forstöðumaður stýringar eigna hjá Íslandssjóðum

Pallborðsumræður verða um úttektina og samkeppnishæfni Íslands og
þátttakendur eru:

Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar
Katrín Olga Jóhannesdóttir, stjórnarformaður Já
Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands
Sigríður Benediktsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálastöðugleikasviðs Seðlabanka Íslands

Fundarstjóri er Björn Berg Gunnarsson, deildarstjóri fræðslu og viðskiptaþróunar VÍB.

Boðið verður upp á léttar morgunveitingar og ekki þarf að greiða fyrir bílastæði í Hörpu meðan á fundi stendur.

Tengt efni

Björn og Andri í stjórn og háskólaráð HR

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar Háskólans í Reykjavík fór fram föstudaginn 6. …
13. september 2024

Átján fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum hljóta viðurkenningu

Átján fyrirtæki hlutu viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti og um leið …
26. ágúst 2024

Sumaropnun og nýjar verðskrár

Opnunartími skrifstofu Viðskiptaráðs verður styttri frá 22. júlí til 5. ágúst, …
12. júlí 2024