Niðurstöður alþjóðlegar úttektar IMD viðskiptaháskólans á samkeppnishæfni þjóða verða kynntar fimmtudaginn 28. maí næstkomandi. Af því tilefni efna Viðskiptaráð og VÍB til morgunverðarfundar þar sem niðurstöðurnar fyrir Ísland í alþjóðlegu samhengi verða kynntar.
Meðal ræðumanna verður Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, sem mun ávarpa fundinn. Þá kynnir Björn Brynjúlfur Björnsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs, niðurstöðurnar. Að því loknu fara fram umræður um niðurstöðurnar með leiðtogum úr íslensku viðskiptalífi. Fundarstjóri er Björn Berg Gunnarsson, fræðslustjóri VÍB.
Fundurinn fer fram í Norðurljósum Hörpu frá kl 8.30-10.00. Boðið verður upp á léttar morgunveitingar og ekki þarf að greiða fyrir bílastæði í Hörpu meðan á fundi stendur.
Hér má sjá upptöku frá fundi um samkeppnishæfni Íslands 2014