Viðskiptaráð Íslands

Fyrsti Peningamálafundur Ásgeirs Jónssonar

Árlegur Peningamálafundur Viðskiptaráðs fer fram 7. nóvember nk. á Hilton Nordica og ber hann yfirskriftina Ótroðnar lágvaxtaslóðir enda hafa meginvextir Seðlabankans aldrei verið lægri. Venju samkvæmt mun seðlabankastjóri heiðra samkomuna og fara yfir stöðu og horfur í efnahags- og peningamálum. Þetta verður jafnframt fyrsti Peningamálafundur Ásgeirs Jónssonar, nýs seðlabankastjóra.

Fundurinn fer fram milli 8:30 og 10:00 og morgunverður í boði frá kl. 8:10.

Hér má nálgast miða á fundinn

Verð:
Félagar VÍ: 3.900
Almennt: 5.900

Dagskrá

  • Ávarp formanns Viðskiptaráðs, Katrínar Olgu Jóhannesdóttur
  • Ávarp seðlabankastjóra, Ásgeirs Jónssonar
  • Niðurstöður könnunar kynntar

Pallborðsumræður:

  • Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri
  • Finnur Árnason, forstjóri Haga
  • Katrín Júlíusdóttir, framkvæmdastjóri SFF
  • Kristrún M. Frostadóttir, aðalhagfræðingur Kviku

Fundarstjóri er Védís Hervör Árnadóttir, samskipta- og miðlunarstjóri Viðskiptaráðs Íslands og pallborðsumræðum stýrir Ísak Einar Rúnarsson, hagfræðingur hjá Viðskiptaráði Íslands.

Tengt efni

Verðbólgan heimatilbúinn vandi

Björn Brynjúlfur Björnsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, var gestur í …
20. janúar 2026

Einfalda megi skattkerfið

Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, fullyrti að einfalda …
16. janúar 2026

Myndband: Er ríkið farið að þjónusta sig sjálft?

Lísbet Sigurðardóttir, lögfræðingur Viðskiptaráðs, fjallar um opnunartíma …
15. janúar 2026