Á ráðstefnu gærdagsins, Bylting í stjórnun! voru verðlaun fyrir Byltingu í stjórnun! veitt í fyrsta sinn en það fyrirtæki sem þótti mest hafa skarað fram úr var hugbúnaðarfyrirtækið Kolibri.
Kolibri er tíu ára fyrirtæki sem hefur tekið byltingarkenndar stefnur í stjórnun á borð við gagnsæi í launamálum alls starfsfólks ásamt megináherslu á gleði starfsfólks og frelsi þeirra til sjálfstæðis í vinnunni. Þessar aðferðir hafa gert Kolibri að framúrskarandi og eftirsóttu fyrirtæki sem hefur sannað það í verki, með jákvæðri rekstrarniðurstöðu sinni og sterkri samkeppnishæfni, að þróun starfsfólksins hefur bein áhrif á þróun viðskiptavinarins.
Manino og Viðskiptaráð Íslands stóðu að tilnefningunni og óska Kolibri innilega til hamingju með árangurinn og verðlaunin.
Myn f.v: Pétur Arason, framkvæmdastjóri og eigandi Manino, Ólafur Örn Nielsen, framkvæmdastjóri og eigandi Kolibri, Ásta S. Fjeldsted, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands.