Viðskiptaráð Íslands

Horfum til hagsældar: opinn kosningafundur með leiðtogum stjórnmálaflokka

Viðskiptaráð efnir til kosningafundar í Hörpu miðvikudaginn 13. nóvember næstkomandi undir yfirskriftinni „Horfum til hagsældar.“ Þar munu leiðtogar stjórnmálaflokka ræða efnahagsmál auk annarra málaflokka sem varða bæði atvinnulífið og samfélagið í heild.

Viðskiptaráð efnir til kosningafundar í Hörpu miðvikudaginn 13. nóvember næstkomandi undir yfirskriftinni „Horfum til hagsældar.“ Þar mun forystufólk stjórnmálaflokkanna ræða efnahagsmál auk annarra málaflokka sem varða bæði atvinnulífið og samfélagið í heild.

Eftirfarandi forystumenn stjórnmálaflokka hafa boðað komu sína:

  • Bjarni Benediktsson, Sjálfstæðisflokkurinn
  • Gísli Rafn Ólafsson, Píratar
  • Jóhann Páll Jóhannsson, Samfylkingin
  • Ragnar Þór Ingólfsson, Flokkur fólksins
  • Sigríður Á. Andersen, Miðflokkurinn
  • Sigurður Ingi Jóhannsson, Framsóknarflokkurinn
  • Svandís Svavarsdóttir, Vinstri græn
  • Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Viðreisn

Fundurinn verður haldinn í Kaldalóni í Hörpu og stendur frá kl 8.30 til 10.30. Aðgangur er ókeypis en takmarkaður fjöldi sæta er í boði og nauðsynlegt að skrá sig fyrirfram.

Skráning á fundinn er hafin hér

Tengt efni

Þessi koma fram á Viðskiptaþingi 2026

Forseti Íslands, Halla Tómasdóttir, Magnús Scheving, Birna Ósk Einarsdóttir, …
23. janúar 2026

Verðbólgan heimatilbúinn vandi

Björn Brynjúlfur Björnsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, var gestur í …
20. janúar 2026

Einfalda megi skattkerfið

Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, fullyrti að einfalda …
16. janúar 2026