Viðskiptaráð Íslands

Morgunverðarfundur um landbúnaðarkerfið 25. mars

Miðvikudaginn 25. mars stendur Viðskiptaráð Íslands fyrir morgunverðarfundi um íslenska landbúnaðarkerfið. Fjallað verður um æskilegasta fyrirkomulag landbúnaðarkerfisins frá sjónarhóli neytenda annars vegar og framleiðenda hins vegar.

Erindi flytja Daði Már Kristófersson, forseti Félagsvísindasviðs Háskóla Íslands (sjónarhorn neytenda) og Erna Bjarnadóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands (sjónarhorn framleiðenda).

Að erindum loknum taka frummælendur þátt í umræðum með Sigurði Inga Jóhannssyni, landbúnaðarráðherra. Fundarstjóri verður Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs.

Fundurinn er öllum opinn og opið er fyrir skráningar. Þátttökugjald er 2.900 kr. og er morgunverður innifalinn.

Dagsetning: miðvikudagur 25. mars 2015
Tímasetning: 8.30-10.00 (morgunverður frá kl. 8.15)
Staðsetning: Grand Hótel Reykjavík, Hvammur

Skráning fer fram hér

Tengt efni

Björn og Andri í stjórn og háskólaráð HR

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar Háskólans í Reykjavík fór fram föstudaginn 6. …
13. september 2024

Átján fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum hljóta viðurkenningu

Átján fyrirtæki hlutu viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti og um leið …
26. ágúst 2024

Sumaropnun og nýjar verðskrár

Opnunartími skrifstofu Viðskiptaráðs verður styttri frá 22. júlí til 5. ágúst, …
12. júlí 2024