Stjórn Viðskiptaráðs Íslands samþykkti nýverið nýja íslenska útgáfu gerðardómsreglna Gerðardóms Viðskiptaráðs Íslands. Gerðardómur Viðskiptaráðs var stofnaður árið 1930 og er því líklega elsta gerðardómsstofnun landsins. Með notkun gerðardómsins geta aðilar fengið leyst úr ágreiningi með skjótum og öruggum hætti.
Gerðardómsreglurnar hafa að geyma ítarleg ákvæði um málsmeðferð fyrir gerðardómnum. Mörg af þeim ákvæðum sem er að finna í gerðardómsreglunum fela í sér hagræði sem gerir gerðarmeðferð fýsilegri kost en málsmeðferð fyrir almennum dómstólum. Má þar helst nefna eftirfarandi atriði:
Gerðardómsreglurnar má nálgast hér.
Í stjórn gerðardómsins sitja: Andri Árnason hrl. (formaður), Ásthildur Otharsdóttir, Baldvin Björn Haraldsson hrl. (varaformaður), Eiríkur Elís Þorláksson hrl. og Gunnar Sturluson hrl.
Nánari upplýsingar um Gerðardóm Viðskiptaráðs má nálgast á heimasíðu Viðskiptaráðs og hjá Mörtu Guðrúnu Blöndal lögfræðingi ráðsins.