Eik fasteignafélag er nýr félagi í Viðskiptaráði Íslands. Eik fasteignafélag var stofnað árið 2002 sem sérhæft fyrirtæki í eignarhaldi og útleigu á atvinnuhúsnæði. Félagið leggur áherslu á fjárfestingar í helstu viðskiptakjörnum höfuðborgarinnar.
Viðskiptaráð býður Eik fasteignafélag velkomið í hópinn og hlakkar til árangursríks samstarfs á komandi árum.