Viðskiptaráð Íslands

Sigurvegarar Verkkeppni Viðskiptaráðs á ferð og flugi

Sigurvegarar Verkkeppni Viðskiptaráðs, sem fram fór helgina 15.-17. september síðastliðinn, hafa haft í nógu að snúast frá því keppninni lauk. Í verðlaun fyrir sigur í keppninni hlutu liðsmenn ferð til Kísildals að launum og var ferðin farin dagana 17.-21.október. Með í för var Kristrún Frostadóttir hagfræðingur Viðskiptaráðs. Þar heimsótti hópurinn fyrirtæki í tæknigeiranum, þar á meðal IBM, Facebook, Google, Uber, LinkedIn, og Stanford háskóla. Hópurinn fékk innsýn inn í ört stækkandi heim tæknifyrirtækja og nýtingu tækninnar á ýmsum sviðum, auk þess að fá tækifæri til að ræða hugmyndir sínar við starfsfólk fyrirtækjanna. Meðlimir sigurliðsins höfðu orð á því að ferðin hefði opnað augu þeirra fyrir stórkostlegum möguleikum þegar kemur að nýtingu tækni, bæði í starfsemi fyrirtækja og hins opinbera, og vonast til að tillögur þeirra fái hljómgrunn innan heilbrigðiskerfisins. Viðskiptaráð Íslands vill sérstaklega þakka þeim einstaklingum sem aðstoðuðu við skipulagningu ferðarinnar; Íslendingar hér heima sem og erlendis, auk starfsmanna í Kísildalnum og San Francisco sem gáfu sér tíma til að taka á móti liðinu.

Smelltu hér til þess að sjá myndir úr ferðinni

Sigurliðið hefur einnig haft í nógu að snúast að kynna hugmynd sína hér á landi undanfarnar vikur. Var meðal annars fjallað um tillöguna í kvöldfréttum Stöðvar 2 nú fyrir stuttu.






Tengt efni

Björn og Andri í stjórn og háskólaráð HR

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar Háskólans í Reykjavík fór fram föstudaginn 6. …
13. september 2024

Átján fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum hljóta viðurkenningu

Átján fyrirtæki hlutu viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti og um leið …
26. ágúst 2024

Sumaropnun og nýjar verðskrár

Opnunartími skrifstofu Viðskiptaráðs verður styttri frá 22. júlí til 5. ágúst, …
12. júlí 2024