Viðskiptaráð Íslands

Upplagseftirlit Viðskiptaráðs lagt niður

Viðskiptaráð Íslands hefur frá og með 1. júlí sagt upp verksamningi sínum við þátttakendur Upplagseftirlits Viðskiptaráðs. Upplagseftirlitið hefur verið starfrækt frá miðbiki áttunda áratugar síðustu aldar og var eftirlitið á sínum tíma nauðsynleg upplýsingaveita fyrir auglýsendur og útgefendur. Öflug íslensk fyrirtæki hafa á undanförnum árum tekið við þessu hlutverki eftirlitsins og sinnt þörfum útgefenda og auglýsenda með umtalsvert betri hætti sem er fagnaðarefni að mati ráðsins.

Viðskiptaráð vill þakka þátttakendum Upplagseftirlitsins fyrir ánægjulegt samstarf undanfarin ár og óskar þeim velfarnarðar í framtíðinni.

Nánari upplýsingar veitir Haraldur I. Birgisson, lögfræðingur Viðskiptaráðs i síma 510-7100

Tengt efni

Björn og Andri í stjórn og háskólaráð HR

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar Háskólans í Reykjavík fór fram föstudaginn 6. …
13. september 2024

Átján fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum hljóta viðurkenningu

Átján fyrirtæki hlutu viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti og um leið …
26. ágúst 2024

Sumaropnun og nýjar verðskrár

Opnunartími skrifstofu Viðskiptaráðs verður styttri frá 22. júlí til 5. ágúst, …
12. júlí 2024