Viðskiptaráð Íslands

Þrettán hlutu viðurkenninguna „Fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum“

Ráðstefnan „Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum“ var haldin í gær í hátíðarsal Háskóla Íslands og voru gestir hátt í annað hundrað. Þetta er í annað skiptið sem Rannsóknarmiðstöð um stjórnarhætti við Háskóla Íslands stendur fyrir ráðstefnunni og að þessu sinni í samstarfi við Viðskiptaráð Íslands og Nasdaq Iceland. Þrettán fyrirtækjum var veitt viðurkenning sem fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum. Þau eru: Advania hf., Fjarskipti hf., Greiðsluveitan ehf., Íslandsbanki hf., Íslandspóstur hf., Íslandssjóðir hf., Landsbankinn hf., Landsbréf hf., Lánasjóður sveitarfélaga ohf., Mannvit hf., Nýherji hf., Stefnir hf. og VÍS hf.


Aðalræðumenn voru Per Lekvall, einn helsti sérfræðingur Svíþjóðar í stjórnarháttum og Magnus Billing, forseti kauphallarinnar Nasdaq OMX í Stokkhólmi.

Viðskiptaráð Íslands, Samtök atvinnulífsins, NASDAQ Iceland og Rannsóknarmiðstöð um stjórnarhætti við Háskóla Íslands hafa tekið höndum saman til að bæta eftirfylgni fyrirtækja við leiðbeiningar um góða stjórnarhætti. Í þeim tilgangi hafa þessir aðilar undirritað samstarfssamning sem felur í sér að öllum fyrirtækjum gefst tækifæri til að undirgangast formlegt mat á starfsháttum stjórnar og stjórnenda. Rannsóknarmiðstöðin sér um framkvæmd matsins, en matsferlið byggir í meginatriðum á leiðbeiningum um stjórnarhætti fyrirtækja sem Viðskiptaráð Íslands, Samtök atvinnulífsins og Nasdaq Iceland gefa út.

Nánari upplýsingar um stjórnarhætti fyrirtækja

Tengt efni

Björn og Andri í stjórn og háskólaráð HR

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar Háskólans í Reykjavík fór fram föstudaginn 6. …
13. september 2024

Átján fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum hljóta viðurkenningu

Átján fyrirtæki hlutu viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti og um leið …
26. ágúst 2024

Sumaropnun og nýjar verðskrár

Opnunartími skrifstofu Viðskiptaráðs verður styttri frá 22. júlí til 5. ágúst, …
12. júlí 2024