Viðskiptaráð Íslands

Opið fyrir umsóknir um námsstyrki

Opið er fyrir umsóknir um námsstyrki úr Menntasjóði Viðskiptaráðs frá og með 7. desember 2021. Umsækjendur þurfa að vera í fullu framhaldsnámi erlendis. Að þessu sinni verða veittir fjórir styrkir, hver að upphæð 1.000.000 kr.

  • Umsóknarfrestur er til og með 9. janúar 2022.
  • Tilkynnt verður um úthlutun úr sjóðnum á Viðskiptaþingi 10. febrúar 2022.

Um árabil hefur Viðskiptaráð veitt styrki úr Menntasjóði Viðskiptaráðs Íslands (MVÍ) til einstaklinga í framhaldsnámi við erlenda háskóla í greinum sem tengjast atvinnulífinu og stuðla að framþróun þess. Venju samkvæmt verður a.m.k. einn styrkur veittur nemanda í námsgrein tengdri upplýsingatækni. Val styrkþega er í höndum námsstyrkjanefndar. Í henni sitja: Ari Kristinn Jónsson, Daði Már Kristófersson og Guðbjörg Edda Eggertsdóttir.

Nánari upplýsingar um MVÍ og lista yfir fyrri styrkþega má finna hér. Spurningum vegna námsstyrkja er svarað í gegnum netfangið vi@vi.is.

Tengt efni

Björn og Andri í stjórn og háskólaráð HR

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar Háskólans í Reykjavík fór fram föstudaginn 6. …
13. september 2024

Átján fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum hljóta viðurkenningu

Átján fyrirtæki hlutu viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti og um leið …
26. ágúst 2024

Sumaropnun og nýjar verðskrár

Opnunartími skrifstofu Viðskiptaráðs verður styttri frá 22. júlí til 5. ágúst, …
12. júlí 2024