Opið er fyrir umsóknir um námsstyrki úr Menntasjóði Viðskiptaráðs Íslands (MVÍ). Umsóknarfrestur er til og með 20. janúar 2025.
Markmið námsstyrkja MVÍ er að efla mannauð á Íslandi með því að styðja nemendur í framhaldsnámi til að sækja sér fjölbreytta og alþjóðlega menntun í hæsta gæðaflokki, í greinum sem tengjast atvinnulífinu og stuðla að framþróun þess.
Hlutverk MVÍ er að auka samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs innbyrðis sem og gagnvart öðrum þjóðum með því að efla og bæta menntun og rannsóknir á öllum skólastigum sem nýtist atvinnulífinu og styðja við nýsköpun atvinnulífs.
Nánari upplýsingar um MVÍ og lista yfir fyrri styrkþega má finna hér.
Að þessu sinni verða veittir allt að fjórir styrkir, hver að upphæð 1.000.000 kr., en styrkþegarnir verða kynntir á Viðskiptaþingi 13. febrúar 2025.
Lagt verður mat á allar umsóknir og þeim forgangsraðað með tilliti til þess hversu vel þær samrýmast framangreindu markmiði og hlutverki sjóðsins..
Við hvetjum framhaldsnema til að sækja um og vekjum athygli á að umsækjendur þurfa að vera í fullu framhaldsnámi við erlendan háskóla.
Fyrirspurnum varðandi námsstyrkjasjóð MVÍ er svarað í gegnum netfangið styrkir@vi.is.