Miðasala er hafin á ráðstefnu Viðskiptaráðs Íslands og Manino um nútíma stjórnunaraðferðir. Sérstök áhersla er á hvernig vinnustaðir geta eflt starfsfólk, innleitt hamingju og vinnukerfi sem laða fram hugmyndaauðgi starfsmanna.
Ráðstefnan fer fram í aðalsal Hilton Reykjavík Nordica þann 27. september 2018 frá kl. 13:00-16.30. Að ráðstefnu lokinni verður boðið upp á kokteil sem gefur ráðstefnugestum kost á að ræða við fyrirlesara og efla tengsl.
Heimsþekktir fyrirlesarar og stjórnendur munu deila reynslu sinni og árangri.
Fundarstjóri er Helga Arnardóttir fjölmiðlakona og Ásta S. Fjeldsted framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands sér um samantekt.