Viðskiptaráð Íslands

Stjórnmálaleiðtogar ræddu skattkerfisumbætur

Fimmtudaginn 30. september sl. fór fram fundur Viðskiptaráðs og Félags viðskipta- og hagfræðinga þar sem stjórnmálaflokkar greindu frá sýn sinni á skattkerfið og mögulegar umbætur á næsta kjörtímabili.

Daði Már Kristófersson, formaður verkefnisstjórnar um breytingar og umbætur á skattkerfinu, kynnti tillögur hennar sem birtar voru á dögunum.

Kynningu Daða Más má nálgast hér

Að loknu erindi Daða Más fóru fram pallborðsumræður þar sem leiðtogar þeirra stjórnmálaflokka sem sæti hafa á Alþingi eða mælast yfir 5% í skoðanakönnunum ræddu málin. Þeir voru:

  • Bjarni Benediktsson frá Sjálfstæðisflokki
  • Katrín Jakobsdóttir frá Vinsti grænum
  • Oddný G. Harðardóttir frá Samfylkingu
  • Óttarr Proppé frá Bjartri framtíð
  • Sigurður Ingi Jóhannsson frá Framsóknarflokki
  • Smári McCarthy frá Pírötum
  • Þorsteinn Víglundsson frá Viðreisn

Björn Brynjúlfur Björnsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs og stjórnarmaður í FVH, stýrði fundi.

Horfa má á upptöku af fundinum hér

Myndir frá fundinum má sjá hér

Tengt efni

Björn og Andri í stjórn og háskólaráð HR

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar Háskólans í Reykjavík fór fram föstudaginn 6. …
13. september 2024

Átján fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum hljóta viðurkenningu

Átján fyrirtæki hlutu viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti og um leið …
26. ágúst 2024

Sumaropnun og nýjar verðskrár

Opnunartími skrifstofu Viðskiptaráðs verður styttri frá 22. júlí til 5. ágúst, …
12. júlí 2024