Loftslagsmál verða í forgrunni í Verkkeppni Viðskiptaráðs (e. case competition). Í keppninni hafa 3-5 manna lið eina helgi til þess að mæta „Milljón tonna áskoruninni“ og svara því hvernig Ísland mætir skuldbindingum sínum samkvæmt Parísarsáttmálanum.
Verkefni þátttakenda í verkkeppninni 2019 verður að finna stefnumótandi lausnir á því hvernig Ísland dregur úr losun koltvísýringsígilda um a.m.k. milljón tonn eða sem nemur 30% af losun Íslands samkvæmt skilgreiningu Parísarsáttmálans. Liðin geta þó til viðbótar sett fram hugmyndir og lausnir við öðrum viðfangsefnum á sviði loftslagsmála, til dæmis með endurheimt votlendis og kolefnisbindingu svo eitthvað sé nefnt.
Loftslagsváin er eitt stærsta viðfangsefnið sem mannkyn stendur frammi fyrir. Vandinn er stór og krefst samstillts átaks. Viðskiptaráð, ásamt viðskiptalífinu öllu, vill ekki láta sitt eftir liggja og starfrækir því umhverfishóp til þess að móta áherslur viðskiptalífsins í umhverfismálum. Auk þess skipa málefni umhverfisins eina af fjórum framtíðarlinsum Viðskiptaráðs, sem verður í fókus á Viðskiptaþingi 2020.
Hvenær?
Keppnin er haldin helgina 4. – 6. október og hefst kl. 15:30 á föstudeginum. Undir lok sunnudags munu liðin kynna hugmyndir sínar og tillögur að lausn fyrir dómnefnd og í kjölfarið er lokahóf með kvöldverði.
Hvar?
Keppnin er haldin í Háskólanum í Reykjavík, Menntavegi 1. Vinningshafar verða tilkynntir við lokahófið.
Fyrir hverja?
Um mjög opið umfjöllunarefni er að ræða og fjölbreytni og frumleiki skipta hér miklu máli. Þverfagleg lið eru sérstaklega velkomin þar sem unnið er þvert á greinar sem og skóla. Konur jafnt sem karlar, ungir jafnt sem aldnir eru hvattir til þess að sækja um þátttöku.
Mælst er til þess að umsókn fylgi stutt greinargerð um þátttakendur liðsins, bakgrunn þeirra og af hverju liðið óskar eftir að fá að taka þátt. Hægt er að hengja greinargerðin við umsóknina í skráningarforminu en hún verður nýtt til þess að velja inn þátttakendur fari skráning fram úr hámarksfjölda liða
Til hvers?
Þátttakendum gefst tækifæri til að öðlast reynslu í að leysa flókin vandamál á stuttum tíma, og fá samhliða því áheyrn hjá leiðtogum úr íslensku viðskiptalífi. Þá kynnast þátttakendur fjölbreyttum hópi fólks úr atvinnulífinu og þekkingarsamfélaginu.
Hvernig?
Þú getur skráð þig og þitt lið með því að fylla inn umsóknarformið hér að neðan. Umsóknarfrestur er til og með 29. september.
Taktu þátt!
Býrð þú yfir því sem þarf til að mæta Milljón tonna áskoruninni? Áskorunin felst í að að finna raunhæfar leiðir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda (innan Parísarsamkomulagsins) um milljón tonn fyrir árið 2030. Verkkeppni Viðskiptaráðs er opin öllum (hópum sem samanstanda af 3 - 5 manns) sem vilja taka þátt helgina 4. - 6. október í Háskólanum í Reykjavík. Vinningsliðið fær milljón krónur fyrir bestu stefnumótandi lausnina á Milljón tonna áskoruninni. Liðin þurfa að skila lýsingu á liðsfélögunum, bakgrunni þeirra og af hverju liðið óskar eftir að taka þátt. Hægt er að fylla það út í þar til gerðum lið hér í umsókninni. Þær upplýsingar verða nýttar til þess að velja inn þátttakendur en aðeins 7 lið komast að í keppninni.