Viðskiptaráð Íslands

Miðasala hafin á Peningamálafund Viðskiptaráðs

Hinn árlegi Peningamálafundur Viðskiptaráðs verður haldinn á Hilton Reykjavík Nordica fimmtudaginn 24. nóvember kl. 8:30.

Að þessu sinni er fundurinn haldinn undir yfirskriftinni Hver ber ábyrgð á verðbólgunni? en sérstök áhersla verður lögð á að ræða verðbólguþróun síðustu missera og horfur nú undir árslok. Þá verður sjónum beint að samspili peningastefnu og ríkisfjármála, áhrifum kjarasamninga og fleiru.

Venju samkvæmt munu Ari Fenger, formaður Viðskiptaráðs, og Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, ávarpa fundinn. Þá munu Ásgeir og Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, ræða áherslumál fundarins í pallborði.

Boðið verður upp á léttan morgunverð.

Athugið að fundurinn verður ekki sendur út í streymi og að miðafjöldi er takmarkaður.

Smelltu hér til að kaupa miða.

Miðaverð:

  • Aðildarfélagar Viðskiptaráðs: 4.900 kr.
  • Almennt miðaverð: 6.900 kr.
  • Háskólanemar: 2.900 kr. (nauðsynlegt að nota háskólanetfang við miðakaup)

Tengt efni

Björn og Andri í stjórn og háskólaráð HR

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar Háskólans í Reykjavík fór fram föstudaginn 6. …
13. september 2024

Átján fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum hljóta viðurkenningu

Átján fyrirtæki hlutu viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti og um leið …
26. ágúst 2024

Sumaropnun og nýjar verðskrár

Opnunartími skrifstofu Viðskiptaráðs verður styttri frá 22. júlí til 5. ágúst, …
12. júlí 2024