Hinn árlegi Peningamálafundur Viðskiptaráðs verður haldinn á Hilton Reykjavík Nordica fimmtudaginn 24. nóvember kl. 8:30.
Að þessu sinni er fundurinn haldinn undir yfirskriftinni Hver ber ábyrgð á verðbólgunni? en sérstök áhersla verður lögð á að ræða verðbólguþróun síðustu missera og horfur nú undir árslok. Þá verður sjónum beint að samspili peningastefnu og ríkisfjármála, áhrifum kjarasamninga og fleiru.
Venju samkvæmt munu Ari Fenger, formaður Viðskiptaráðs, og Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, ávarpa fundinn. Þá munu Ásgeir og Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, ræða áherslumál fundarins í pallborði.
Boðið verður upp á léttan morgunverð.
Athugið að fundurinn verður ekki sendur út í streymi og að miðafjöldi er takmarkaður.
Smelltu hér til að kaupa miða.