Viðskiptaráð Íslands

Viðskiptaráð fagnar áætlunum um einföldun regluverks

Viðskiptaráð fagnar umfangsmiklum aðgerðum sem nú standa yfir til að einfalda regluverk á málefnasviðum Þórdísar Kolbrúnar Reykjarðar Gylfadóttur, ferðamála-, iðnaðar-, og nýsköpunarráðherra og Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Miklar breytingar verða gerðar, sem mun hafa mikið að segja fyrir fólk og fyrirtæki í landinu.

Átak og áhersla á einfaldara og skilvirkara regluverk hafa verið meðal loforða síðustu ríkisstjórna. Það er fagnaðarefni að nú glitti í framkvæmdir í kjölfar fagra fyrirheita. Ljóst er að þörf er á, enda hafa markvissar aðgerðir í þágu einföldun regluverks setið á hakanum.

Viðskiptaráð hefur um árabil hvatt stjórnvöld til að setja aukinn kraft í einföldun regluverks og móta markvissa heildarstefnu sem fylgt verður eftir á næstu árum svo íslensk fyrirtæki þurfi síður að takast á við óþarflega íþyngjandi og kostnaðarsama reglubyrði sem á endanum skerðir hag og lífskjör almennings.

Skoðun ráðsins um einföldun regluverks má lesa hér.

Tengt efni

Þessi koma fram á Viðskiptaþingi 2026

Forseti Íslands, Halla Tómasdóttir, Magnús Scheving, Birna Ósk Einarsdóttir, …
23. janúar 2026

Verðbólgan heimatilbúinn vandi

Björn Brynjúlfur Björnsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, var gestur í …
20. janúar 2026

Einfalda megi skattkerfið

Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, fullyrti að einfalda …
16. janúar 2026