Viðskiptaráð Íslands

Viðskiptaráð Íslands flytur skrifstofur sínar í Hús atvinnulífsins

Nú um áramótin verður starfsemi Viðskiptaráðs Íslands, auk allra millilandaráða sem starfa innan vébanda ráðsins, flutt yfir í Hús atvinnulífsins, Borgartúni 35.

Flutningur starfseminnar skapar faglegan ávinning fyrir ráðið í gegnum aukið návígi við önnur hagsmunasamtök atvinnulífsins. Þá er nýtt húsnæði jafnframt hagkvæmara í rekstri og betur sniðið að núverandi starfsemi. Í grundvallaratriðum helst starfsemi ráðsins óbreytt og hægt verður að nálgast alla beina þjónustu með sama hætti og verið hefur.

Vegna flutninganna verða skrifstofur ráðsins lokaðar 29. og 30. desember. Hægt verður að nálgast upprunavottorð og ATA Carnet skírteini í móttöku Hús atvinnulífsins þá daga sem skrifstofan er lokuð.

Frekari upplýsingar veitir Þórunn Stefánsdóttir, fjármálastjóri Viðskiptaráðs, í síma 510-7100.

Tengt efni

Þessi koma fram á Viðskiptaþingi 2026

Forseti Íslands, Halla Tómasdóttir, Magnús Scheving, Birna Ósk Einarsdóttir, …
23. janúar 2026

Verðbólgan heimatilbúinn vandi

Björn Brynjúlfur Björnsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, var gestur í …
20. janúar 2026

Einfalda megi skattkerfið

Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, fullyrti að einfalda …
16. janúar 2026