Viðskiptaráð Íslands

Viðskiptaráð verðlaunar sigurvegara Stjórnunarkeppni HR

Viðskiptaráð Íslands verðlaunaði sigurlið Stjórnunarkeppninnar sem haldin var 14. mars sl. Verzlingarnir Arnaldur Þór Guðmundsson, Atli Snær Jóhannsson og Gísli Þór Gunnarsson báru sigur úr býtum eftir að hafa rekið súkkulaðiverksmiðju yfir fimm ára tímabil.

Viðskiptaráð óskar sigurliðinu innilega til hamingju með sigurinn og óskar þeim velfarnaðar í stjórnunarstörfum sínum í framtíðinni.

Nánar um Stjórnunarkeppni HR

Stjórnunarkeppni framhaldsskólanna, sem haldin er á vegum viðskiptadeildar Háskólans í Reykjavík, er liður í því að vekja áhuga ungs fólks hér á landi á góðri og ábyrgri stjórnun.

Mikilvægur hluti af starfi stjórnenda er að taka ákvarðanir, bæði um atriði í starfsemi frá degi til dags og stærri ákvarðanir sem hafa áhrif á starfsemina, og samfélagið allt, til frambúðar.

Fyrirkomulag keppninnar er á þá leið að lið sem samanstanda af þremur til fjórum einstaklingum stýra fyrirtæki í ákveðinn tíma og keppa sín á milli um að ná sem bestum árangri.

Leikurinn byggir á hinum vinsæla Edumundo stjórnunarleik.

Tengt efni

Björn og Andri í stjórn og háskólaráð HR

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar Háskólans í Reykjavík fór fram föstudaginn 6. …
13. september 2024

Átján fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum hljóta viðurkenningu

Átján fyrirtæki hlutu viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti og um leið …
26. ágúst 2024

Sumaropnun og nýjar verðskrár

Opnunartími skrifstofu Viðskiptaráðs verður styttri frá 22. júlí til 5. ágúst, …
12. júlí 2024