Viðskiptaráð Íslands

Viðurkenningar Viðskiptaráðs við brautskráningu frá HR

Laugardaginn 31. janúar voru 184 kandídatar brautskráðir frá Háskólanum í Reykjavík. 132 nemandi lauk grunnnámi og 51 meistara- eða doktorsnámi.

Í tilefni brautskráningarinnar hélt Hreggviður Jónsson, formaður Viðskiptaráðs, hátíðarræðu þar sem hann fjallaði m.a. um vaxandi framlag skólans til rannsókna og nýsköpunar. Skólinn útskrifar nú tvo af hverjum þremur sem útskrifast með tæknimenntun á háskólastigi, helming viðskiptamenntaðra og þriðjung þeirra sem ljúka prófi í lögum.

Hreggviður veitti viðurkenningar fyrir hönd Viðskiptaráðs Íslands, en hefð er fyrir því að ráðið veiti þeim nemanda sem hæstu einkunn fær frá hverri deild HR viðurkenningu við útskrift.

Eftirtaldir hlutu viðurkenningu:

Lagadeild - Karen Björnsdóttir

Tækni- og verkfræðideild - Kristinn Hlíðar Grétarsson

Tölvunarfræðideild - Þröstur Thorarensen

Viðskiptadeild - Birkir Jóhannesson

Sjá nánari umfjöllun á vef Háskólans í Reykjavík.

Tengt efni

Þessi koma fram á Viðskiptaþingi 2026

Forseti Íslands, Halla Tómasdóttir, Magnús Scheving, Birna Ósk Einarsdóttir, …
23. janúar 2026

Verðbólgan heimatilbúinn vandi

Björn Brynjúlfur Björnsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, var gestur í …
20. janúar 2026

Einfalda megi skattkerfið

Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, fullyrti að einfalda …
16. janúar 2026