Viðskiptaráð Íslands

Hugsum stærra – skýrsla Viðskiptaþings

Í skýrslunni leggur alþjóðahópur Viðskiptaráðs fram tillögur um hvernig má byggja upp öflugri alþjóðageira

Lesa skýrslu

Samhliða Viðskiptaþingi sem fer fram í dag gefur Viðskiptaráð út skýrsluna Hugsum stærra: Ísland í alþjóðasamkeppni. Skýrslan fjallar um alþjóðageirann og hvernig hann getur byggt undir meiri hagvöxt, fjölbreyttari útflutning, aukinn kaupmátt og verðmæt störf. Árlegur vöxtur útflutningsverðmæta í alþjóðageiranum hefur verið tæplega 3% síðasta áratug, sem er allt of lítið. Til samanburðar hefði geirinn þurft að vaxa meira en þrefalt hraðar til að fylgja markmiðum skýrslu McKinsey, Charting a Growth Path for Iceland, eða um 10% á ári. Tillögur alþjóðahóps Viðskiptaráðs miða að því að breyta þessari þróun.

Heimildir: Hagstofa Íslands, útreikningar Viðskiptaráðs. 1 Staðvirt með verðvísitölum vöru- og þjónustuútflutnings, vegna þess er samdráttur í áli t.d. að hluta drifinn áfram af verðlækkunum áls umfram annan vöruútflutning. 2 Vöxtur skýrist þó nær alfarið af vexti í rannsóknar- og þróunarþjónustu. 3 Fjarskipta-, tölvu- og upplýsingaþjónusta.

Tillögur alþjóðahóps Viðskiptaráðs

1. Rekstrarumhverfi

  • Setja fram skýra langtímastefnu um alþjóðageirann
  • Endurskoða umgjörð kjarasamninga og vinnumarkaðslíkanið
  • Gengisstöðugleiki í forgang við hagstjórn
  • Skilyrði og kostnaður við við stofnun fyrirtækja verði á pari við fremstu ríki
  • Nýtt félagaform fyrir frumkvöðla
  • Hætta innleiðingu EES-regluverks með séríslenskum hindrunum
  • Fjölga skýrum og bindandi álitum í skattamálum
  • Hækkun endurgreiðslna vegna rannsókna og þróunar gerð varanleg
  • Skoða áfram leiðir til að útvíkka og bæta stuðning við rannsóknir og þróun

2. Mannauður

  • Umbreyta grunnskólakerfinu - auka sveigjanleika
  • Styrkja alþjóðlegt nám á öllum stigum skólakerfisins
  • Bæta aðkomu atvinnulífsins að ákvörðunum um atvinnuleyfi og skattaívilnanir
  • Umsóknir um skattaívilnanir byggist á stöðugildum en ekki einstaklingum
  • Flýta samþykktarferli Útlendingastofnunar fyrir erlenda sérfræðinga með aðskilnaði vinnumarkaðsmála frá öðrum verkefnum
  • Votta fyrirtæki sem ráða marga erlenda sérfræðinga til að gera ráðningar þeirra auðveldari

3. Fjárfestingar

  • Stjórnvöld sýni vilja í verki um að auka erlenda fjárfestingu
  • Kortleggja og draga úr hömlum á beina erlenda fjárfestingu
  • Fjölga tvísköttunarsamningum
  • Auka þátttöku almennings á íslenskum verðbréfamörkuðum
  • Auka þátttöku erlendra aðila á íslenskum verðbréfamörkuðum
  • Gera heimild lífeyrissjóða um að eiga allt að 35% í vísisjóðum varanlega
  • Endurskoða reglur um eiginfjárkröfur innlánsstofnana

Í skýrslunni kemur meðal annars fram:

  • Þrátt fyrir metnaðarfull markmið um 10% árlegan vöxt hefur alþjóðageirinn einungis vaxið um tæp 3%
  • Þótt vel gangi að innleiða tillögur Samráðsvettvangs um aukna hagsæld frá 2013 vantar enn upp á ýmsa þætti
  • Skort á stefnufestu og fyrirsjáanleika má finna víða í rekstrarumhverfi alþjóðageirans
  • Fjöldi vísbendinga eru um að regluverk hér á landi sé meira íþyngjandi en í þeim löndum sem við berum okkur saman við
  • Skattar eru með því hæsta sem gerist og skattkerfið óskilvirkt
  • Menntunarstig þjóðarinnar er hátt og vaxandi en misvægi vex einnig milli framboðs og eftirspurnar eftir færni
  • Ísland er að ýmsu leyti ekki nógu aðgengilegt erlendum sérfræðingum
  • Fjármögnunarumhverfið í heild sinni veikir samkeppnishæfni
  • Erlend fjárfesting er lítil hér á landi enda eru hömlur þær næstmestu í þróuðum ríkjum

Lesa skýrslu

Tengt efni

The Icelandic Economy – H1 2024

Viðskiptaráð Íslands hefur birt nýja útgáfu af The Icelandic Economy. Skýrslan …

Skýrsla Viðskiptaþings 2024

Í skýrslunni er fjallað um hið opinbera og hvernig megi bæta þjónustu þess til …
8. febrúar 2024

The Icelandic Economy – 4F 2023

Viðskiptaráð Íslands hefur birt nýja ársfjórðungslega útgáfu af The Icelandic …