Í skýrslunni leggur alþjóðahópur Viðskiptaráðs fram tillögur um hvernig má byggja upp öflugri alþjóðageira
Samhliða Viðskiptaþingi sem fer fram í dag gefur Viðskiptaráð út skýrsluna Hugsum stærra: Ísland í alþjóðasamkeppni. Skýrslan fjallar um alþjóðageirann og hvernig hann getur byggt undir meiri hagvöxt, fjölbreyttari útflutning, aukinn kaupmátt og verðmæt störf. Árlegur vöxtur útflutningsverðmæta í alþjóðageiranum hefur verið tæplega 3% síðasta áratug, sem er allt of lítið. Til samanburðar hefði geirinn þurft að vaxa meira en þrefalt hraðar til að fylgja markmiðum skýrslu McKinsey, Charting a Growth Path for Iceland, eða um 10% á ári. Tillögur alþjóðahóps Viðskiptaráðs miða að því að breyta þessari þróun.
1. Rekstrarumhverfi
2. Mannauður
3. Fjárfestingar