Viðskiptaráð Íslands

Hugsum stærra - Viðskiptaþing 2021

Viðskiptaþing 2021 fer fram fimmtudaginn 27. maí kl. 9:00-10:00 í vefútsendingu sem er öllum opin.

Hvað getum við gert til að vaxa og skapa meiri verðmæti til framtíðar?

Um 500 milljarða króna vantar í dag upp á til að metnaðarfull markmið um útflutningsdrifinn hagvöxt sem sett voru fyrir áratug gangi eftir. Þörfin fyrir útflutningsvexti á breiðum grunni alþjóðageirans hefur sjaldan verið jafn mikil. Margt hefur þróast til betri vegar en miklu meira þarf til - við þurfum að hugsa stærra.

Rætt er við Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra og Ara Fenger, formann Viðskiptaráðs Íslands.

Sveinn Sölvason, fjármálastjóri Össurar og formaður alþjóðahóps Viðskiptaráðs talar um brýnustu verkefnin til að efla vöxt og gera íslensk fyrirtæki hæfari í alþjóðlegri samkeppni.

Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Marels á Íslandi, Helgi Rúnar Óskarsson, forstjóri 66°Norður, Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP, Liv Bergþórsdóttir, forstjóri ORF Líftækni og Tanya Zharov, aðstoðarforstjóri Alvotech tala um áskoranir og sóknarfæri íslenskra fyrirtækja og setja fram óskir sínar til næstu ríkisstjórnar.

Skráning hér

Tengt efni

Björn Brynjúlfur í stjórn HR

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar Háskólans í Reykjavík fór fram föstudaginn 6. …
13. september 2024

Átján fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum hljóta viðurkenningu

Átján fyrirtæki hlutu viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti og um leið …
26. ágúst 2024

Sumaropnun og nýjar verðskrár

Opnunartími skrifstofu Viðskiptaráðs verður styttri frá 22. júlí til 5. ágúst, …
12. júlí 2024