26.04.2016 | Kynningar

Markaðsrannsóknir: Gagnlegar eða gagnslausar?

Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands, hélt í morgun erindi um markaðsrannsóknir á fundi Viðskiptaráðs og Samtaka atvinnulífsins um inngrip stjórnvalda á mörkuðum. 

Kynninguna má nálgast hér

Í erindi Frosta kom m.a. eftirfarandi fram: 

  • Markaðsrannsóknir geta verið gagnlegt framlag til uppbyggingar á heilbrigðu samkeppnisumhverfi.
  • Ef nýta á markaðsrannsóknir sem forsendu íhlutunar á mörkuðum hljóta gæðakröfur til þeirra að vera miklar.
  • Í nýrri úttekt Samkeppniseftirlitsins á eldsneytismarkaðnum orkar ýmislegt tvímælis í mikilvægum útreikningum rannsóknarinnar. Framsetning skýrslunnar er í mörgum tilfellum gildishlaðin og ekki er gætt að innbyrðis samræmi. Ýmsar afgerandi ályktanir eru dregnar sem byggja á veikum grunni og vekja einnig upp ýmsar spurningar.
  • Að mati Viðskiptaráðs fellur úttekt Samkeppniseftirlitsins á gæðaprófi fyrir markaðsrannsóknir af þessu tagi. Ýmislegt í rannsókninni getur reynst gagnlegt framlag til umræðunnar en almennt þarf að vanda betur til verka.
Viðfangsefni: Regluverk og eftirlit