Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, þreytti fraumraun sína á Skattadeginum sem fram fór í dag. Fjallað var um skatta á breiðum grunni á fundinum sem fram fór fyrir fullum sal í Hörpu.
Flestir Íslendingar hafa það náðugt yfir hátíðirnar með fjölskyldum sínum. En sumir hafa það náðugra en aðrir. Opinberir starfsmenn njóta sérréttinda umfram starfsfólk í einkageiranum. Þeir vinna styttri vinnuviku, búa við meira starfsöryggi, hafa ríkari veikindarétt og taka lengra orlof.
Í síðustu viku birti Viðskiptaráð samanburð á starfstengdum réttindum opinberra starfsmanna og starfsfólks í einkageiranum. Þar kemur fram að opinberir starfsmenn búa við sérréttindi umfram það sem þekkist í einkageiranum. Þeir vinna styttri vinnuviku, hafa ríkari veikindarétt, njóta aukins …
Viðskiptaráð óskar eftir metnaðarfullum lögfræðingi til starfa á málefnasviði. Starfið felur í sér fjölbreytt og krefjandi verkefni sem miða að því að bæta rekstrarumhverfi íslensks atvinnulífs, með áherslu á greiningarvinnu, skrif, stefnumótun og miðlun.
Yfir 5.000 gestir hafa myndað 10.000 ríkisstjórnir í stefnumálareikni Viðskiptaráðs. Algengustu ríkisstjórnarmeirihlutar sem hafa verið skoðaðir eru CFS, CDM og CDS. Af þeim þremur sýnir reiknirinn að ríkisstjórn CDM væri fylgjandi flestum efnahagslegum framfaramálum.
Viðskiptaráð hefur smíðað reiknivél sem sýnir hvaða stefnumál eru líkleg til að rata í stjórnarsáttmála eftir því hvaða flokkar mynda ríkisstjórn. Niðurstöðurnar byggja á afstöðu flokkanna til 60 mála sem ráðið spurði þá út í.
Mikilvægt er að afnema opinbera styrki til stjórnmálasamtaka og samhliða því rýmka tækifæri þeirra til að fjáröflunar. Það myndi draga úr stofnanavæðingu stjórnmálanna og auka hvata flokkanna til að halda úti öflugu grasrótarstarfi.
Yfir 10.000 manns hafa tekið kosningapróf Viðskiptaráðs. Afnám stimpilgjalds við fasteignakaup, aukin orkuöflun, áframhaldandi innflutningur jarðefnaeldsneytisbíla og samræmt námsmat við lok grunnskólagöngu eru þau mál sem njóta mesta stuðnings þátttakenda. Mikil andstaða er við sölu á hlut í …
Viðskiptaráð hefur gefið út kosningapróf þar sem kjósendur geta séð hvaða framboði þeir standa næst í efnahagsmálum. Prófið samanstendur af 60 spurningum sem ráðið lagði fyrir öll framboð sem bjóða fram á landsvísu í komandi kosningum.
Afstaða stjórnmálaflokka til efnahagsmála í kosningaáttavita Viðskiptaráðs gefur tilefni til bjartsýni varðandi nokkur þjóðþrifamál sem mikill meirihluti er fylgjandi. Ef fram heldur sem horfir ætti að vera leikur einn fyrir nýja ríkisstjórn að koma þeim á dagskrá.
Viðskiptaráð efndi til kosningafundar sem fram fór í dag í Hörpu. Líflegar umræður sköpuðust á fundinum en forystufólk stjórnmálaflokkanna ræddi þar um fjölbreytt málefni. Kynntur var til leiks kosningaáttaviti Viðskiptaráðs, sem staðsetur stjórnmálaflokka út frá afstöðu þeirra í efnahagsmálum.
Jóhann J. Ólafsson, fyrrverandi formaður og núverandi heiðursfélagi Viðskiptaráðs, hefur fært ráðinu að gjöf eftirlíkingu af ferðaskrifborði sem Thomas Jefferson notaði til skrifa sjálfstæðisyfirlýsingu Bandaríkjanna. Andri Þór Guðmundsson, núverandi formaður ráðsins, veitti gjöfinni viðtöku.
Viðskiptaráð efnir til kosningafundar í Hörpu miðvikudaginn 13. nóvember næstkomandi undir yfirskriftinni „Horfum til hagsældar.“ Þar munu leiðtogar stjórnmálaflokka ræða efnahagsmál auk annarra málaflokka sem varða bæði atvinnulífið og samfélagið í heild.
„Í stað innstæðulausra inngripa í kjarasamningagerð á almennum vinnumarkaði ættu stjórnvöld að einbeita sér að því að skila hallalausum fjárlögum.“ Þetta kemur fram í grein sem Gunnar Úlfarsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs, skrifar.
Því hefur verið haldið fram að Viðskiptaráð sé á móti því að ráðist verði í loftslagsaðgerðirnar 150. Það er ekki rétt. Viðskiptaráð hefur hvergi tekið afstöðu til þess hvort ráðast eigi í aðgerðirnar. Ráðið lagði mat á efnahagsleg áhrif þeirra, en það mat var ekki framkvæmt í aðgerðaráætluninni …
Fyrsti fundur nýrrar stjórnar Háskólans í Reykjavík fór fram föstudaginn 6. september. Björn Brynjúlfur Björnsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, tók sæti í stjórn skólans. Andri Þór Guðmundsson, formaður Viðskiptaráðs, tók sæti í háskólaráði.
Ekki er þörf á fleiri starfshópum eða skýrslum til að greina augljósa galla við framkvæmd heilbrigðiseftirlits. Tími er kominn til að taka ákvörðun og einfalda kerfið. Viðskiptaráð leggur til að heilbrigðisumdæmum verði fækkað úr níu í eitt.
Viðskiptaráð leggur fram tíu tillögur sem lækka kostnað vegna eftirlits án þess að minnka ávinninginn. Gunnar Úlfarsson, hagfræðingur hjá Viðskiptaráði, svarar gagnrýni Þórunnar Sveinbjarnardóttur, þingkonu Samfylkingar.