Viðskiptaráð Íslands

Fréttir og greinar

Hér má sjá nýjustu fréttir og greinar frá Viðskiptaráði.

Sía útgefið efni eftir tegund: Fréttir | Greinar

Fyrri ár

Björn og Andri í stjórn og háskólaráð HR

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar Háskólans í Reykjavík fór fram föstudaginn 6. september. Björn Brynjúlfur Björnsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, tók sæti í stjórn skólans. Andri Þór Guðmundsson, formaður Viðskiptaráðs, tók sæti í háskólaráði.
13. september 2024

23 ár af skýrslum og starfshópum

Ekki er þörf á fleiri starfshópum eða skýrslum til að greina augljósa galla við framkvæmd heilbrigðiseftirlits. Tími er kominn til að taka ákvörðun og einfalda kerfið. Viðskiptaráð leggur til að heilbrigðisumdæmum verði fækkað úr níu í eitt.
4. september 2024

Eftirlitsmisskilningur Þórunnar

Viðskiptaráð leggur fram tíu tillögur sem lækka kostnað vegna eftirlits án þess að minnka ávinninginn. Gunnar Úlfarsson, hagfræðingur hjá Viðskiptaráði, svarar gagnrýni Þórunnar Sveinbjarnardóttur, þingkonu Samfylkingar.
31. ágúst 2024

Átján fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum hljóta viðurkenningu

Átján fyrirtæki hlutu viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti og um leið nafnbótina Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum á föstudaginn síðastliðinn. Viðurkenningarnar eru veittar árlega, en að þessu sinni voru þær veittar við hátíðlega athöfn á Nauthóli.
26. ágúst 2024

Ólympíuleikar í loftslagmálum

"Ísland er ekki lítið land. Ísland er stórasta land í heimi," sagði Dorrit Moussaieff, fyrrum forsetafrú, þegar íslenska landsliðið í handbolta tryggði sér silfurverðlaun á Ólympíuleikunum í Peking. Ódauðleg setning, ekki síst vegna þess að hún grípur á einlægan hátt vilja okkar til að skara fram úr …
21. ágúst 2024

Svar við bréfi Ernu

Erna Bjarnadóttir, hagfræðingur hjá Mjólkursamsölunni, ritaði á fimmtudaginn síðastliðinn svargrein við grein minni Talsmenn tolla gefa engan afslátt, þar sem ég fjallaði um þá gagnrýni sem komið hafði fram á úttekt Viðskiptaráðs um tolla á innflutt matvæla. Erna fer um víðan völl í greininni, …
19. ágúst 2024

Talsmenn tolla gefa engan afslátt

Við hjá Viðskiptaráði birtum á dögunum úttekt á áhrifum tolla á matvöruverð. Þar kemur fram að verð á sumum matvörum myndi lækka um allt að 43% ef tollar væru afnumdir. Tollar eru enda í eðli sínu ofurskattar á mat. Þeir valda því til dæmis að 90% skattur er lagður á innfluttan rjómaost og 105% …
15. ágúst 2024

Spákaupmaðurinn ríkissjóður

Í stað þess að draga saman seglin í aðgerðum og stuðla að þannig lægra fasteignaverði hafa stjórnvöld boðað frekari inngrip á fasteignamarkaði.
26. júlí 2024

Sumaropnun og nýjar verðskrár

Opnunartími skrifstofu Viðskiptaráðs verður styttri frá 22. júlí til 5. ágúst, eða frá kl. 10:00-14:00. Þá munu nýjar verðskrár vegna upprunavottorða og ATA Carnet skírteina taka gildi þann 1. september næstkomandi.
12. júlí 2024

Markmiðin göfug, áhrifin öfug

Innviðaráðherra birti grein í Morgunblaðinu í gær og gagnrýndi Viðskiptaráð fyrir úttekt á efnahagslegum áhrifum þingmála síðasta vetrar. Úttektin sýndi að heildaráhrif þingmála ríkisstjórnarinnar voru lítillega jákvæð. Af einstökum ráðuneytum höfðu þingmál innviðaráðuneytisins hins vegar …
11. júlí 2024

Stöðnun á grunnskólastigi - hátíðarræða við brautskráningu frá HR

Laugardaginn 22. júní útskrifuðust 692 nemendur frá Háskólanum í Reykjavík. Í tilefni brautskráningarinnar hélt Björn Brynjúlfur Björnsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, hátíðarræðu. Þar fjallaði hann um glæsilegan árangur HR frá stofnun, bæði þegar kemur að rannsóknum og kennslu, og setti hann í …
24. júní 2024

Lægri skattar og sjálfbær ríkisfjármál bæta samkeppnishæfni Íslands

Undanfarinn áratug hefur samkeppnishæfni Íslands smám saman batnað, en fyrir tíu árum sat Ísland í 25. sæti. Litlar framfarir hafa þó orðið síðustu 2-3 ár og Ísland er ennþá eftirbátur annarra Norðurlanda í samkeppnishæfni.
21. júní 2024

Nýjar tillögur starfshóps gegn gullhúðun

Tillögur starfshóps miða að því að auka gæði lagasetningar við innleiðingu EES-gerða til að forðast gullhúðun sem kemur niður á samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja á innri markaði EES. Tillögurnar byggja á niðurstöðu starfshóps sem utanríkisráðherra skipaði til að skoða aðgerðir gegn gullhúðun …
19. júní 2024

Samkeppnishæfni Íslands 2024

Morgunfundur um niðurstöður nýrrar úttektar IMD á samkeppnishæfni Íslands í alþjóðlegum samanburði. Fundurinn fer fram fimmtudaginn 20. júní 2024 í Borgartúni 35.
14. júní 2024

Ekkert sérstakur vaxtastuðningur

„Þótt margir gleðjist eflaust yfir því að fá millifært úr ríkissjóði er hér um skammgóðan vermi að ræða. Stuðningurinn hefur verðbólguhvetjandi áhrif með þenslu og hallarekstri, hefur neikvæð áhrif á hegðun og gagnast ekki þeim sem þurfa á stuðningi að halda.“
13. júní 2024

Aukið framboð af íþyngjandi kvöðum

„Auðvitað eiga leikreglur á markaði að vera skýrar og stuðla að jafnræði milli aðila, en þær breytingar sem lagðar eru til með frumvarpinu fela einkum í sér takmarkanir á eignarrétti og samningsfrelsi, aukið flækjustig og íþyngjandi aðkomu stjórnvalda að einkaréttarlegum samningum milli aðila. …
22. maí 2024

Þung skattbyrði og mikil verðbólga undirstrika þörf á aðhaldi

„Útgjaldavöxtur síðustu ára hefur kynt undir háa verðbólgu og valdið bæði heimilum og fyrirtækjum búsifjum.“
8. maí 2024

Ný útgáfa um íslenskt efnahagslíf - H1 2024

Viðskiptaráð Íslands hefur birt nýja útgáfu af The Icelandic Economy. Skýrslan er á ensku og fjallar um íslenskt efnahagslíf í víðu samhengi.
30. apríl 2024

Meiri pening, takk

„Aðhaldskrafa er ekki byggð inn í stjórnkerfið sem við búum við og þannig hafa bæði stjórnmála- og embættismenn sterka hvata til að færa út kvíarnar og sífellt stækka valdsvið sitt.“
19. apríl 2024

Um annarra manna fé

Fyrir hverja krónu sem heimili og fyrirtæki verja samanlagt, eyðir hið opinbera krónu á móti. Þannig ráðstafar hið opinbera hvergi hærra hlutfalli af verðmætasköpuninni en á Íslandi.
14. apríl 2024