Gerðardómur Viðskiptaráðs Íslands (GVÍ) er sjálfstæð gerðardómsstofnun sem hefur umsjón með úrlausn ágreiningsmála. GVÍ heyrir undir Viðskiptaráð Íslands, en er sjálfstæður í starfsemi sinni hvað varðar umsjón með ágreiningsmálum. GVÍ samanstendur af stjórn og skrifstofu.
GVÍ er ekki úrlausnaraðili og leysir ekki úr ágreiningsmálum.
Hlutverk og verkefni GVÍ eru meðal annars:
Nánari upplýsingar um gerðardóminn eru gefnar á skrifstofu Viðskiptaráðs Íslands. Skrifstofan hefur jafnframt milligöngu um samband við stjórn dómsins og tekur á móti beiðnum um gerðarmeðferð.
Í stjórn gerðardómsins sitja: Eiríkur Elís Þorláksson, Garðar Víðir Gunnnarsson, Halla Björgvinsdóttir, Haraldur Ingi Birgisson og Marta Guðrún Blöndal.
Framkvæmdastjóri GVÍ er María Guðjónsdóttir.
Innan vébanda Viðskiptaráðs starfar sjálfstæð gerðardómsstofnun, Gerðardómur Viðskiptaráðs Íslands (e. The Nordic Arbitration Centre). Með notkun gerðardómsins geta aðilar fengið leyst úr ágreiningi með skjótum og öruggum hætti. Gerðardómurinn er hlutlaus aðili sem leggur hlutlægt mat á úrlausnarefni.