Aukning beinnar erlendrar fjárfestingar (FDI) hefur náð athygli erlendra fjármálamarkaða, sér í lagi í Danmörku og Bretlandi, þar sem íslensk fyrirtæki og einstaklingar hafa verið virk í fjárfestingum. Eðlilegt er að slík sókn leiði til þess að spurningar vakni og nauðsynlegt að halda uppi góðu upplýsingaflæði milli íslenskra fyrirtækja og ríkjanna sem þau eru starfrækt í.
Sökum smæðar íslensks markaðar getur reynst nauðsynlegt fyrir fyrirtæki að leita á önnur mið, en staðan hér á landi er þó nokkuð sérstök. Framrás Íslands á erlenda markaði er ferli sem hefur átt sér stað síðustu áratugina og opnaði aðild að EES fyrir aðgang að nýjum mörkuðum. Menntunarstig á Íslandi hefur einnig haft áhrif á þróunina, en nú hafa skapast vænlegar aðstæður fyrir íslensk fyrirtæki að leita á ný mið og að beina sjónum í auknum mæli að alþjóðlegum viðskiptum.
Viðskiptaráð hefur gefið út skýrsluna Iceland's Advance og fjallar hún um alþjóðavæðinguna, nýlega þróun hjá nokkrum íslenskum fyrirtækjum og að lokum er útrás íslenskra fyrirtækja á árunum 2001 – 2006 kortlögð.
Skýrsluna má nálgast hér