Viðskiptaráð Íslands

The Icelandic Economy

Ný útgáfa skýrslunnar „The Icelandic Economy: Current State, Recent Developments and Future Outlook“ hefur nú verið gefin út. Í henni er fjallað um stöðu efnahagsmála á Íslandi í dag, nýlega atburði í stjórnmálum, viðskiptum og efnahagslífi og langtímahorfur í hagkerfinu. Helstu breytingar frá síðustu útgáfu eru nýr kafli um vinnumarkaðsmál ásamt uppfærðri umfjöllun um þau efnisatriði sem áður var fjallað um.

Skýrsluna má nálgast á þessari slóð

Í skýrslunni er m.a. fjallað um eftirfarandi atriði:

  • Alþjóðlega stöðu varðandi samkeppnishæfni og landframleiðslu
  • Stöðu innlenda hagkerfisins, m.a. varðandi vinnumarkað og skuldir hins opinbera og einkaaðila
  • Þróun í peningamálum, verðbólgu og gengisbreytingar
  • Utanríkisviðskipti og erlendar skuldir
  • Áherslur nýrrar ríkisstjórnar í utanríkis- og skattamálum
  • Fjármagnshöftin og áhrif þeirra á hagkerfið
  • Stór fjárfestingarverkefni í ferðaþjónustu, kísiliðnaði og fleiri greinum
  • Fjármálakerfið, aðgengi að fjármagni og þróun á eignamörkuðum
  • Framtíðarhorfur m.t.t. erlendra skulda og langtímahagvaxtar

Íslenskt efnahagslíf hefur gengið í gegnum umtalsverðar breytingar á síðustu árum. Á sama tíma hefur upplýsingagjöf til erlendra aðila um stöðu efnahagsmála á Íslandi verið af skornum skammti. Frá haustinu 2008 hefur Viðskiptaráð því reglulega gefið út skýrslu á ensku um stöðu efnahagsmála hérlendis. Skýrslan er send til um 2.200 erlendra tengiliða í fyrirtækjum, alþjóðastofnunum, systursamtökum Viðskiptaráðs og stjórnkerfum annarrra ríkja víðs vegar um heim.

Skýrsluna má nálgast á þessari slóð

Glærukynning er einnig gefin út samhliða skýrslunni en í henni má finna myndir úr skýrslunni á aðgengilegu formi fyrir kynningar á íslensku efnahagslífi.

Glærukynninguna má nálgst á þessari slóð

Tengt efni

The Icelandic Economy – H1 2024

Viðskiptaráð Íslands hefur birt nýja útgáfu af The Icelandic Economy. Skýrslan …

Skýrsla Viðskiptaþings 2024

Í skýrslunni er fjallað um hið opinbera og hvernig megi bæta þjónustu þess til …
8. febrúar 2024

The Icelandic Economy – 4F 2023

Viðskiptaráð Íslands hefur birt nýja ársfjórðungslega útgáfu af The Icelandic …