Viðskiptaráð Íslands

Snúum vörn í sókn: Umhverfi erlendra sérfræðinga á Íslandi

Alþjóðavæðing hefur leitt til þess að fyrirtæki sækjast í auknum mæli eftir því að ráða sérhæfða erlenda sérfræðinga til tímabundinna verkefna. Slíkar ráðningar geta verið nauðsynlegar til þess að viðhalda samkeppnishæfni fyrirtækja og því brýnt að hagfelld umgjörð sé til staðar utan um slíkar ráðningar.

Ísland stendur höllum fæti þegar kemur að umhverfi fyrir erlenda sérfræðinga og getur það staðið uppbyggingu alþjóðageirans fyrir þrifum. Skattalegir hvatar, skjótvirkara afgreiðsluferli fyrir dvalar- og atvinnuleyfi, aukið framboð alþjóðlegs náms á grunnskólastigi og lágmörkun neikvæðra áhrifa gjaldeyrishafta eru atriði sem horfa þarf til þegar hugað er að bættu umhverfi erlendra sérfræðinga á Íslandi.

Hér má nálgast skoðunina

Í skoðuninni kemur eftirfarandi fram:

  • Ísland hefur eitt Norðurlandanna ekki innleitt sérstaka löggjöf sem auðveldar flutning erlendra sérfræðinga til landsins
  • Af Norðurlöndunum er skattbyrði erlendra sérfræðinga þyngst á Íslandi
  • Afgreiðslutími atvinnu- og dvalarleyfa fyrir erlenda sérfræðinga tekur um 4-7 mánuði hérlendis samanborið við 1-2 mánuði í Svíþjóð
  • Ekkert alþjóðlegt nám á ensku er í boði fyrir þrjú síðustu ár grunnskóla á Íslandi

Huga þarf vel að umhverfi erlendra sérfræðinga til þess að skapa fyrirtækjum í alþjóðlegri starfsemi sem best rekstrarskilyrði. Umbætur í þessum málaflokki myndi styðja við uppbyggingu slíkra fyrirtækja hérlendis, fjölga störfum í þekkingartengdum greinum, auka útflutningstekjur þjóðarbúsins og styðja þannig við bætt lífskjör.

Tengt efni

Veðjað á rangan hest: Umgjörð veðmálastarfsemi á Íslandi

Þótt veðmálastarfsemi sé sniðinn þröngur stakkur hérlendis veðja fáar þjóðir …
12. september 2024

Réttum kúrsinn: Umbætur í opinberu eftirliti

Opinbert eftirlit stendur samkeppnishæfni Íslands fyrir þrifum. Íþyngjandi …
27. ágúst 2024

Fæstum þykir sinn sjóður of þungur

Viðskiptaráð leggur fram 28 tillögur um hvernig megi hagræða í sjóðum ríkisins
1. mars 2024