Viðskiptaráð Íslands

Afnám hafta og lækkun vaxta

Á verkefnalista nýrrar ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs kemur fram að leitað verði leiða til að lækka vexti eins fljótt og kostur er og að tímasett verði áætlun um rýmkun hafta. Þetta er fagnaðarefni, enda eru frjálsir fjármagnsflutningar og viðráðanlegt vaxtastig forsenda þess að öflugt atvinnu- og viðskiptalíf geti þrifist á Íslandi. Með höft við lýði og vexti af skammtímalánum fyrirtækja vel yfir 20% er samkeppnisstaða íslensks atvinnulífs mun veikari en ella með tilheyrandi búsifjum fyrir hagkerfið.

Það er vissulega jákvætt að ný ríkisstjórn skuli setja það í forgang að lækka vexti og draga úr höftum. Aftur á móti er ekki lögð fram nein áætlun um hvernig skuli staðið að þeim aðgerðum sem tilgreindar eru á verkefnalistanum. Þar sem stjórnin hefur einungis 80 starfsdaga, a.m.k. til að byrja með, hefði verið þörf á trúverðugri og ítarlegri aðgerðaáætlun í tengslum við ýmis atriði listans, m.a. afnám hafta og lækkun vaxta. Með skoðun þessari vill Viðskiptaráð leggja stjórnvöldum lið með því að fjalla um þau vandamál sem gjaldeyrishömlur og háir vextir skapa og koma með hagnýtar tillögur að úrbótum.

Skoðunina í heild má nálgast hér

Tengt efni

Á hlykkjóttum vegi: samrunaeftirlit á Íslandi

Samrunaeftirlit er jafnvægislist milli virkrar samkeppni og fram­þróunar. Á …
14. október 2025

Auðlind í augsýn: olíuleit á Drekasvæðinu

Á Drekasvæðinu hefur fundist virkt kolvetniskerfi sem gæti innihaldið olíu í …
18. september 2025

Svartir sauðir, glatað fé: uppsagnarvernd opinberra starfsmanna

Rík uppsagnarvernd opinberra starfsmanna kemur í veg fyrir að stjórnendur geti …
22. maí 2025