Viðskiptaráð Íslands leggur til að frumvarpið verði endurskoðað. Nái frumvarpið fram að ganga munu útgjöld ríkissjóðs til launasjóða listamanna aukast um 70% í skrefum til ársins 2028, úr 977 milljónum í 1.677 milljónir á ári. Í ljósi þess efnahagsástands sem ríkir nú, þ.e. hárrar verðbólgu og hallarekstrar ríkissjóðs, ættu stjórnvöld frekar að forgangsraða núverandi framlögum til málaflokksins.