Íslenska ríkið rekur í gegnum Fríhöfnina ehf. eina umsvifamestu smásölu landsins. Verslunin nýtur opinberrar meðgjafar vegna undan-þágu frá tollum og virðisaukaskatti.
Í gegnum þennan aðstöðumun hefur fríhafnarverslun ríkisins náð til sín verulegri markaðshlutdeild á innlendum smásölumarkaði, allt að þriðjungi í stórum vöruflokkum.
Í skoðuninni er farið yfir yfir stöðu þessara mála. Þar kemur eftirfarandi fram:
Viðskiptaráð leggur fram tillögur í skoðuninni sem myndu draga úr samkeppni ríkisins við einkaaðila á smásölumarkaði og auka veltu í innlendri verslun.
Slík áhrif myndu veita stjórnvöldum svigrúm til að draga úr álagningu neysluskatta og smásölum svigrúm til að draga úr álagningu vegna aukinnar veltu. Afleiðingin væri lægra verðlag og aukinn kaupmáttur neytenda hérlendis.