Viðskiptaráð Íslands

Ísland ohf.

Atvinnurekstur hins opinbera spannar 23 atvinnugreinar og yfir 70 ólíka rekstraraðila. Samtals starfa ríflega 7.000 einstaklingar hjá þessum aðilum – sem gerir hið opinbera að stærsta atvinnurekanda á Íslandi mælt í fjölda starfsmanna. Þetta kemur fram í nýrri kortlagningu Viðskiptaráðs Íslands á umfangi opinbers atvinnurekstrar hérlendis.

Lesa skoðun

Í skoðuninni kemur eftirfarandi fram:

  • Einn af hverjum fimm opinberum starfsmönnum starfar við atvinnurekstur. Heildarfjöldi opinberra starfsmanna er um 37 þúsund í dag.
  • Atvinnurekstur á frekar heima hjá einkaaðilum. Áhætta, samþjöppun valds, umboðsvandi og hagsmunaárekstrar gera hið opinbera að óheppilegum atvinnurekanda.
  • Starfsemi stjórnvalda á samkeppnismörkuðum má skipta í þrennt: markaðsbresti, útvíkkun hlutverks stofnana og hefðbundinn samkeppnisrekstur.
  • Í mörgum tilfellum rýrir opinber atvinnurekstur lífskjör með því að raska heilbrigðri samkeppni.

Tengt efni

Á hlykkjóttum vegi: samrunaeftirlit á Íslandi

Samrunaeftirlit er jafnvægislist milli virkrar samkeppni og fram­þróunar. Á …
14. október 2025

Auðlind í augsýn: olíuleit á Drekasvæðinu

Á Drekasvæðinu hefur fundist virkt kolvetniskerfi sem gæti innihaldið olíu í …
18. september 2025

Svartir sauðir, glatað fé: uppsagnarvernd opinberra starfsmanna

Rík uppsagnarvernd opinberra starfsmanna kemur í veg fyrir að stjórnendur geti …
22. maí 2025