Viðskiptaráð Íslands

Framkvæmdaglaðir Íslendingar - 850 verkefni leyst í vikunni

Nú fer fram Alþjóðleg athafnavika á Íslandi sem ætlað er að hvetja fólk um allan heim til þátttöku í nýsköpunarverkefnum. Innovit er framkvæmdaraðili athafnavikunnar, en Finnur Oddsson framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs er einn af talsmönnum hennar. Eins og segir á vef athafnaviku þá hefur Finnur „óbilandi trúa á því að framtíð Íslands sé best borgið í höndum athafnasamra einstaklinga og framtakssamra fyrirtækja sem vilja láta hlutina gerast.“

Samhliða Alþjóðlegri athafnaviku er í gangi verkefni sem nefnist Athafnateygja Innovit og er því ætlað að mæla hversu miklu íslenska þjóðin getur komið í framkvæmd á einni viku. Nú hafa tæplega 850 framkvæmdir verið skráðar á þeim rúmlega 200 teygjum sem eru í umferð. Það er Guðbjörg Edda Eggertsdóttir forstjóri Actavis sem á framkvæmdamestu teygjuna með alls 138 framkvæmdum.

Allir bæjastjórar landsins, ráðherrar, formenn stjórnmálaflokka, athafnafólk og fjölmiðlamenn fengu Athafnateygjuna afhenta í upphafi Alþjóðlegrar athafnaviku á Íslandi, sem hófst á mánudag. Það hefur verið í þeirra höndum að koma teygjunni áfram, en á vefsíðu verkefnisins er hægt að fylgjast með hvaða teygja skilar mestu afköstunum, hvaða hlutum fólk kemur í verk og hverju íslenska þjóðin kemur í framkvæmd með Athafnateygjunni.

Tengt efni

Björn og Andri í stjórn og háskólaráð HR

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar Háskólans í Reykjavík fór fram föstudaginn 6. …
13. september 2024

Átján fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum hljóta viðurkenningu

Átján fyrirtæki hlutu viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti og um leið …
26. ágúst 2024

Sumaropnun og nýjar verðskrár

Opnunartími skrifstofu Viðskiptaráðs verður styttri frá 22. júlí til 5. ágúst, …
12. júlí 2024