Fasteignaeigendur hafa sætt skattlagningu allt frá því að tíundin var lögfest á Alþingi árið 1096. Síðan þá hafa misræmi, óskilvirkni og neikvæð áhrif fasteignaskatta smám saman verið aukin og ógagnsæi ríkir um álagningu þeirra. Í dag er fyrirkomulag fasteignaskatta óhagkvæmt.
Í skoðuninni kemur eftirfarandi fram:
Viðskiptaráð hvetur stjórnvöld til að ráðast í ferns konar úrbætur. Í fyrsta lagi að samræma skattlagningu á fasteignamarkaði fyrir ólíkar tegundir húsnæðis. Í öðru lagi að afnema stimpilgjöld vegna fasteignaviðskipta. Í þriðja lagi að skattleggja landsvæði í stað bygginga. Í fjórða lagi að auka gagnsæi við álagningu fasteignaskatta. Slíkar breytingar myndu auka skilvirkni á fasteignamarkaði og styðja þannig við vaxandi framleiðni án þess að skatttekjur hins opinbera skerðist.