19. maí 2014
Þróuð ríki keppast nú við að efla frumkvöðlastarfsemi og hvetja til aukinna fjárfestinga í nýsköpun. Til að auka samkeppnishæfni landsins ættu íslensk stjórnvöld að vinna að sama markmiði.
Nýsköpunarfyrirtæki þjóna lykilhlutverki í hagkerfinu vegna framlags þeirra til tækniframfara og nýrrar þekkingar. Þá er vöxtur slíkra fyrirtækja forsenda þess að Ísland geti fjölgað stoðum útflutnings og aukið framleiðslugetu landsins á komandi árum.
Hér má nálgast skoðunina
Þar kemur eftirfarandi fram:
- Skattalegum hvötum til nýsköpunar er ætlað að leiðrétta markaðsbrest sem veldur því að minna er fjárfest í nýsköpunarfyrirtækjum en er þjóðhagslega hagkvæmt
- Opinber stuðningur við nýsköpun á Íslandi byggir að mestu á styrkjum í stað skattalegra hvata, ólíkt nágrannalöndum okkar
- Ekki er gert ráð fyrir starfsemi sjóða í tillögum um skattalega hvata, þrátt fyrir að slíkir sjóðir dreifi áhættu fjárfesta og stuðli að bættum rekstri nýsköpunarfyrirtækja
- Full ástæða er til að fagna nýjum tillögum um skattalega hvata en til að tilætluðum árangri verði náð væri æskilegt að endurskoða ákveðna þætti þeirra. Saman myndu alþjóðlega samkeppnishæfir skattalegir hvatar og aðrar umbætur á rekstrarumhverfi nýsköpunarfyrirtækja stuðla að hraðari vexti þekkingargreina. Slíkt myndi styðja við vöxt útflutningstekna og langtímaforsendur bættra lífskjara hérlendis.

Hér má nálgast skoðunina