20. september 2017
.png)
Viðskiptaráð telur að í ljósi breytts umhverfis viðskipta og verslunar, m.a. vegna tækniþróunar, aukinnar netverslunar og innkomu erlendra aðila, sé nauðsynlegt að samkeppnisyfirvöld hér á landi aðlagi nálgun sína á það hvernig markaðir eru skilgreindir.
Til þess að jafna samkeppnisstöðu fyrirtækja sem starfa hér á landi leggur Viðskiptaráð til að stjórnvöld grípi til eftirtalinna aðgerða í skoðun sinni:
- Samkeppnisyfirvöld viðurkenni netverslun, bæði innlenda og erlenda, sem hluta af sama markaði og almenn verslun þar sem það á við. Það sama gildir um markaði þar sem mögulegt er að kaupa eða selja þjónustu yfir landamæri á netinu.
- Samkeppnisyfirvöld horfi í auknum mæli til efnahagslegs styrks alþjóðlegra fyrirtækja sem starfa hér á landi við mat á markaðsráðandi stöðu.
- Fríhafnarsvæði hér á landi sé skilgreint sem hluti af viðkomandi markaði og/eða að komuverslun í Flugstöð Leifs Eiríkssonar verði aflögð.
Umsögnina í heild sinni má nálgast hér