Viðskiptaráð Íslands

Samkeppni í breyttri heimsmynd

Viðskiptaráð telur að í ljósi breytts umhverfis viðskipta og verslunar, m.a. vegna tækniþróunar, aukinnar netverslunar og innkomu erlendra aðila, sé nauðsynlegt að samkeppnisyfirvöld hér á landi aðlagi nálgun sína á það hvernig markaðir eru skilgreindir.

Til þess að jafna samkeppnisstöðu fyrirtækja sem starfa hér á landi leggur Viðskiptaráð til að stjórnvöld grípi til eftirtalinna aðgerða í skoðun sinni:

  • Samkeppnisyfirvöld viðurkenni netverslun, bæði innlenda og erlenda, sem hluta af sama markaði og almenn verslun þar sem það á við. Það sama gildir um markaði þar sem mögulegt er að kaupa eða selja þjónustu yfir landamæri á netinu.

  • Samkeppnisyfirvöld horfi í auknum mæli til efnahagslegs styrks alþjóðlegra fyrirtækja sem starfa hér á landi við mat á markaðsráðandi stöðu.

  • Fríhafnarsvæði hér á landi sé skilgreint sem hluti af viðkomandi markaði og/eða að komuverslun í Flugstöð Leifs Eiríkssonar verði aflögð.

Umsögnina í heild sinni má nálgast hér

Tengt efni

Veðjað á rangan hest: Umgjörð veðmálastarfsemi á Íslandi

Þótt veðmálastarfsemi sé sniðinn þröngur stakkur hérlendis veðja fáar þjóðir …
12. september 2024

Réttum kúrsinn: Umbætur í opinberu eftirliti

Opinbert eftirlit stendur samkeppnishæfni Íslands fyrir þrifum. Íþyngjandi …
27. ágúst 2024

Fæstum þykir sinn sjóður of þungur

Viðskiptaráð leggur fram 28 tillögur um hvernig megi hagræða í sjóðum ríkisins
1. mars 2024