Höfundur mynda í skýrslunni: Inga Dóra Guðmundsdóttir
Hin árlega skýrsla „The Icelandic Economy“ er nú komin út. Skýrslan er einstakt og yfirgripsmikið rit á ensku um íslenskt efnahagslíf. Skýrslan skiptist í sjö kafla, sem veita yfirsýn yfir stöðuna í íslensku efnahagslífi og stjórnmálum ásamt horfum til framtíðar.
Smellið hér til að opna skýrsluna
Umfjöllunarefni skýrslunnar er m.a. eftirfarandi:
Íslenskt efnahagslíf hefur gengið í gegnum miklar breytingar á síðustu 10 árum. Á sama tíma hefur upplýsingagjöf til erlendra aðila um þróun efnahagsmála á Íslandi oft verið af skornum skammti. Þess vegna hefur Viðskiptaráð frá haustinu 2008, gefið reglulega út skýrslu á ensku um stöðu efnahagsmála hérlendis. Skýrslan er send til erlendra tengiliða í fyrirtækjum, alþjóðastofnunum, systursamtökum Viðskiptaráðs og hjá hinu opinbera víðs vegar um heiminn.
Smellið hér til að opna skýrsluna
Glærukynning er einnig efin út samhliða skýrslunni en í henni má finna myndir úr skýrslunni á aðgengilegu formi.
Smellið hér til að lesa kynninguna
Viðskiptaráð býður upp á kynningar á skýrslunni og prentuð eintök til sölu (í takmörkuðu upplagi). Hafa má samband við hagfræðing ráðsins, Konráð S. Guðjónsson, á netfanginu konrad@vi.is fyrir nánari upplýsingar.