Viðskiptaráð hefur skilað umsögn vegna þingsályktunartillögu um bráðaaðgerðir til að tryggja öllum húsnæði á viðráðanlegum kjörum. Að mati ráðsins er tillagan bæði ábyrgðarlaus og skaðleg. Í henni felst veruleg áhættutaka ríkissjóðs, afturfarir þegar kemur að skilvirkni skattkerfisins og ófjármögnuð útgjaldaaukning sem ýtir undir ofþenslu í íslensku hagkerfi.
Umsögnina má í heild sinni nálgast hér
Í umsögninni kemur eftirfarandi fram:
Ungum og efnaminni einstaklingum hefur reynst erfitt að finna íbúðir sem henta þeirra þeirra þörfum á viðráðanlegu verði – einkum í eftirsóttustu íbúðahverfunum. Hins vegar verður skyndilausnum ekki beitt til að bæta aðstæður þessara hópa. Þess í stað ættu stjórnmálamenn að einbeita sér að því að treysta hagstjórn, auka skilvirkni skattkerfisins og skapa hagfelldari skilyrði fyrir verðmætasköpun. Slíkar aðgerðir myndu skila einstaklingum á húsnæðismarkaði mestum ávinningi.