Ályktun um húsnæðismál ábyrgðarlaus og skaðleg

Viðskiptaráð hefur skilað umsögn vegna þingsályktunartillögu um bráðaaðgerðir til að tryggja öllum húsnæði á viðráðanlegum kjörum. Að mati ráðsins er tillagan bæði ábyrgðarlaus og skaðleg. Í henni felst veruleg áhættutaka ríkissjóðs, afturfarir þegar kemur að skilvirkni skattkerfisins og ófjármögnuð útgjaldaaukning sem ýtir undir ofþenslu í íslensku hagkerfi.

Umsögnina má í heild sinni nálgast hér

Í umsögninni kemur eftirfarandi fram:

  • Lagt er til að undirmálslán (e. sub-prime mortgages) verði endurvakin með ríkisstuðningi. Flutningsmenn tillögunnar virðast lítið hafa lært af þeim afdrifaríku mistökum sem áttu sér stað í aðdraganda alþjóðlegu fjármálakreppunnar.
  • Kveðið er á um skaðlegar breytingar á skattkerfinu með nýjum undanþágum sem draga úr skilvirkni fjármagnstekjuskatts og kalla á kostnaðarsamt opinbert eftirlit.
  • Lögð eru til sex atriði sem grafa undan afkomu ríkissjóðs. Á sama tíma eru engar upplýsingar lagðar fram um kostnaðinn vegna þeirra eða tillögur um hvernig eigi að fjármagna þau.
  • Óstöðugleiki í efnahagsmálum er stærsti einstaki orsakaþáttur hás vaxta- og leigukostnaðar hérlendis. Þingsályktunartillagan myndi ýta undir enn frekari óstöðugleika.

Ungum og efnaminni einstaklingum hefur reynst erfitt að finna íbúðir sem henta þeirra þeirra þörfum á viðráðanlegu verði – einkum í eftirsóttustu íbúðahverfunum. Hins vegar verður skyndilausnum ekki beitt til að bæta aðstæður þessara hópa. Þess í stað ættu stjórnmálamenn að einbeita sér að því að treysta hagstjórn, auka skilvirkni skattkerfisins og skapa hagfelldari skilyrði fyrir verðmætasköpun. Slíkar aðgerðir myndu skila einstaklingum á húsnæðismarkaði mestum ávinningi.

Tengt efni

Samkeppnishæfni Íslands minnkar á milli ára

Ísland fellur um eitt sæti milli ára í samkeppnishæfni og situr í 17. sæti af 67 ...
20. jún 2024

Ekkert sérstakur vaxtastuðningur 

„Þótt margir gleðjist eflaust yfir því að fá millifært úr ríkissjóði er hér um ...
13. jún 2024

Þung skattbyrði og mikil verðbólga undirstrika þörf á aðhaldi

„Útgjaldavöxtur síðustu ára hefur kynt undir háa verðbólgu og valdið bæði ...
8. maí 2024