Viðskiptaráð Íslands

Þingsályktunartillaga um sölu ríkiseigna jákvætt skref

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn um þingsályktunartillögu um sölu ríkiseigna, lækkun skulda ríkissjóðs og fjárfestingu í innviðum. Samkvæmt tillögunni verður nefnd skipuð sem móta skal langtímaáætlun um sölu ríkiseigna, lækkun á skuldum ríkissjóðs og fjárfestingu í innviðum. Þá segir að hópurinn geri úttekt á eignum ríkissjóðs og annarra ríkisaðila og meti hvaða eignir henti til sölu.

Viðskiptaráð fagnar tillögunni og tekur undir með flutningsmönnum hennar að nauðsynlegt sé að hafa heildaryfirsýn yfir eignir ríkisins. Slík heildarsýn er til þess fallin að stuðla að bættri og upplýstari umræðu um sölu ríkiseigna.

Lesa umsögn í heild sinni

Í umsögninni kemur m.a. fram:

  • Umsvif ríkissjóðs á fasteignamarkaði eru mikil. Í eigu ríkisins eru fasteignir sem henta myndu vel til sölu t.d. íbúðarhúsnæði og atvinnuhúsnæði. Viðskiptaráð telur að mikil tækifæri felist í sölu fasteigna ríkissjóðs.
  • Samkvæmt áætlun Viðskiptaráðs ætti ríkissjóður að geta selt að minnsta kosti 196 þúsund fermetra af eignasafni sínu en það er rúmlega 22% af fasteignasafni ríkissjóðs. Áætlað söluvirði eigna þessari nema um 45 milljörðum króna. Þessa fjármuni mætti nýta til niðurgreiðslu opinberra skulda í stað þess að binda þá í almennum fasteignum líkt og raunin er í dag.
  • Í eigu ríkis eru enn nokkur fyrirtæki í hefðbundnum samkeppnisrekstri. Þar má m.a. nefna Fríhöfnina, Sorpu og stóru viðskiptabankana þrjá. Viðskiptaráð telur þessa aðkomu hins opinbera á samkeppnismarkaði vera óeðlilega og mælist til þess að eignarhaldið verði endurskoðað.
  • Viðskiptaráð telur þó að betra væri ef hlutverk nefndarinnar væri einskorðað við úttekt á eignarhaldi og hvernig sé best að haga sölu þeirra eigna. Ekki yrði tekið tillit til fjárfestingarþarfar í innviðum eða afstaða tekin til þess hvernig fjármunum sölunnar skyldi ráðstafað í því tilliti líkt og lagt er til.

Tengt efni

Dregið úr stuðningi við nýsköpun

Nýir og hærri skattar eru lagðir til í bandorminum svokallaða, sem eru …
22. október 2024

Afnema ætti ríkiseinokun og auglýsingabann

Íslensk áfengislöggjöf mismunar innlendum fyrirtækjum samanborið við erlend …
15. október 2024

Missum ekki sjónar á hagsmunum neytenda

Viðskiptaráð hvetur stjórnvöld til að missa ekki sjónar á því að hagur neytenda …
10. október 2024