Viðskiptaráð Íslands

Verkefni Bændasamtakanna

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn til atvinnuveganefndar Alþingis vegna frumvarps til laga um breytingu á lögum um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum, lögum um Matvælastofnun og tollalögum. Með frumvarpinu er gert ráð fyrir að stjórnsýsluverkefni sem Bændasamtök Íslands hafa sinnt verði flutt til Matvælastofnunar (MAST).

Í umsögninni kemur m.a. eftirfarandi fram:

  • Viðskiptaráð telur óeðlilegt að Bændasamtökum Íslands sé falið opinbert vald sem felst m.a. í ákvörðunum um opinberar greiðslur til bænda, útreikningi, afgreiðslu og eftirliti með framkvæmd þeirra. Slík verkefni verða að vera á höndum hlutlauss aðila.
  • Frumvarpið gefur tilefni til að kanna hvort útvista megi hluta verkefna MAST til einkaaðila, til að mynda dýralækna á einkamarkaði. 
  • Ráðið fagnar þeirri einföldun regluverks sem frumvarpið kveður á um og telur að ganga mætti lengra í þeim efnum á sviði landbúnaðarmála.

Umsögnina má í heild sinni nálgast hér

Tengt efni

Dregið úr stuðningi við nýsköpun

Nýir og hærri skattar eru lagðir til í bandorminum svokallaða, sem eru …
22. október 2024

Afnema ætti ríkiseinokun og auglýsingabann

Íslensk áfengislöggjöf mismunar innlendum fyrirtækjum samanborið við erlend …
15. október 2024

Missum ekki sjónar á hagsmunum neytenda

Viðskiptaráð hvetur stjórnvöld til að missa ekki sjónar á því að hagur neytenda …
10. október 2024