Viðskiptaráð Íslands

Auka þarf samkeppnishæfni landbúnaðar

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn um frumvarp til laga um breytingu á búvörulögum. Nái frumvarpið fram að ganga situr eftir sú áskorun að búa íslenskum landbúnaði samkeppnishæft umhverfi sem styður við framþróun greinarinnar en að mati ráðsins er sértæk undanþága frá almennum reglum samkeppnisréttar ekki farsæl leið að því markmiði.

Með frumvarpinu er lagt til að heimagisting verði afmörkuð við lögheimili einstaklings og eina aðra fasteign í eigu hans utan þéttbýlis, að þegar útgefin rekstrarleyfi til gististarfsemi í íbúðarhúsnæði innan þéttbýlis verði tímabundin til fimm ára í senn og að sýslumanni verði heimilt að óska eftir nánar tilgreindum upplýsingum frá ríkisskattstjóra. Frumvarpið vekur upp spurningar um inngrip ríkisins í einstaklingsfrelsi, eignarrétt og frjáls viðskipti og vill ráðið koma eftirfarandi athugasemdum á framfæri.

Hindranir í frjálsum viðskiptum

Heimildir einstaklinga til að ráðstafa eigin eign til skammtímaleigu eru nú þegar verulega takmarkaðar. Einstaklingi er aðeins heimilt að leigja út tvær eignir undir skráningarskylda heimagistingu, þ.e. lögheimili sitt og eina aðra fasteign í sinni eigu (innan eða utan þéttbýlis). Á hverju almanaksári má hver einstaklingur leigja út rými í að hámarki í 90 daga samanlagt, fyrir að hámarki 2.000.000 krónur.

Með frumvarpinu verður þrengt enn frekar að þessum ráðstöfunarrétti og skráningarskyld heimagisting takmörkuð við eina eign einstaklings (lögheimili hans) innan þéttbýlis. Frumvarpið felur þannig í sér enn frekari skerðingu á nýtingu eigna og dregur úr möguleikum einstaklinga til að afla sér tekna af eigin fasteignum og jafnvel fjármagna eigin búsetu. Slíkt ætti að vera á fullu forræði eigenda nema ríkar ástæður mæli gegn því þar sem slíkar íhlutanir ganga freklega á stjórnarskrárvarin réttindi.

Samkvæmt greinargerð gera stjórnvöld ráð fyrir því að um 56% af skammtímaleigu sé án skráningar og tilskilinna leyfa. Ráðið telur að þvert gegn markmiðum frumvarpsins séu enn þá strangari boð og bönn líkleg til að ýta undir að einstaklingar ráðstafi eignum sínum á skjön við lög. Ekki síst vegna verulega íþyngjandi skilyrða, bæði hvað varðar hvaða fasteignum er heimilt að ráðstafa en ekki síst að fjárhæðartakmörk hafa haldist óbreytt frá ársbyrjun 2018.

Enn frekari takmarkanir á tekjuöflunarmöguleikum íbúða draga loks úr verðmæti þeirra og þar með hvata til að byggja nýjar. Reynsla annarra ríkja hefur enda hvergi sýnt aukið framboð í kjölfar íþyngjandi kvaða líkt og þeirra sem mælt er fyrir í frumvarpi þessu.

Að mati ráðsins er ekki að finna í frumvarpi þessu réttlætingu fyrir inngripi í eignarrétt, þar sem framboð og eftirspurn á húsnæði ætti að þróast í gegnum markaðinn sjálfan, fremur en með miðstýrðum takmörkunum og íhlutunum. Aukið framboð húsnæðis til langtímaleigu mun einungis skapast í gegnum heilbrigða markaðshvata, ekki aukin boð og bönn.

Tengt efni

Dregið úr stuðningi við nýsköpun

Nýir og hærri skattar eru lagðir til í bandorminum svokallaða, sem eru …
22. október 2024

Afnema ætti ríkiseinokun og auglýsingabann

Íslensk áfengislöggjöf mismunar innlendum fyrirtækjum samanborið við erlend …
15. október 2024

Missum ekki sjónar á hagsmunum neytenda

Viðskiptaráð hvetur stjórnvöld til að missa ekki sjónar á því að hagur neytenda …
10. október 2024