Viðskiptaráð telur að líta verði til heildarsamhengis á fjölmiðlamarkaði þegar kemur að stuðningi við fjölmiðla. Ekki er hægt að horfa framhjá samkeppnisröskunum sem ríkisstuðningur við RÚV veldur á fjölmiðlamarkaði. Ráðið telur að minnsta kosti þrjár leiðir betri til að bæta stöðu fjölmiðla.
Viðskiptaráð Íslands hefur skilað inn umsögn við breytingu á lögum um fjölmiðla. Frumvarpinu er ætlað að kynna til leiks sérstakan ríkisstuðning við einkarekna fjölmiðla sem nemur 400 milljónum króna á ársgrundvelli. Viðskiptaráð leggst gegn úrræðinu enda telur ráðið að frumvarpið líti til of afmarkað á fjölmiðlamarkað og skauti framhjá bjögunum sem stuðningur ríkisins við RÚV velur á fjölmiðlamarkaði.
Ráðið telur jafnframt að forsendur frumvarpsins um tekjur einkarekinna fjölmiðla byggi að sumu leyti á veikum grunni en sá samanburður á tekjum fjölmiðla sem frumvarpið styðst við miðar við árið 2007, en á þeim tíma voru tekjur fjölmiðla óvenjulega háar og því þykir réttara að líta til lengra tímabils við mat á stöðu fjölmiðla í dag.
Viðskiptaráð telur þó rétt að ríkið skoði aðkomu sína að fjölmiðlamarkaði með heildstæðum hætti. Við slíka skoðun þykir ráðinu rétt að benda á þrjár leiðir sem það telur betur til þess fallnar að styrkja stöðu fjölmiðla á Íslandi:
Allar hafa framangreindar þrjár leiðir þá kosti sameiginlega að krefjast ekki aukinna fjárútláta hins opinbera, styrkja stöðu fjölmiðla á Íslandi og draga úr raski á samkeppni vegna starfsemi Ríkisútvarpsins.